G R Æ N I N G J A R

I N U I T A R

Björguðu Græningjar Inuitum frá miklum mengunarskaða,
og miklum hörmungum, þegar Græningjar stöðvuðu sölu á selskinnum,
og umturnuðu þannig lífsháttum Inuita ?

Inuitar hættu að mestu að veiða seli, og urðu að reyna að fá ný störf,
í fiskiðnaði.

Þetta orsakaði mjög breytt mataræði hjá Inuitum, þeir minnkuðu selaát,
en juku kaup í kjörbúðinni.

Selirnir voru orðnir hættulega mengaðir, þannig að sleðahundar,
sem átu selakjöt drápust unnvörpum.

Mælingar á mengun í selum sýndu mun meiri mengun,
en áður hafði verið talið.

Ef lífkeðjan er skoðuð, kemur í ljós að þegar hver étur annan,
grænþörungar, dýrasvif, síli, loðna, þorskur og loks selurinn,
má í sumum tilfellum reikna. 1x10x10x10x10x10 eða 100.000
sem selurinn er mengaðri en grænþörungurinn og
1.000.000 (miljón) sinnum mengaðri en sjórinn.

Við þessa athugun verður manni hugsað til græningjanna,
sem af umhyggju stöðva selveiðar,
og verða þá til að kollsteypa samfélagi Inuita.
Margir héldu að þetta væri slæm aðgerð,
en hún reyndist síðan hafa stuðlað mjög að heilbrigði og farsæld Inuita.

Oft hefur það sýnt sig, að aðgerð sem er gerð af ástúð og umhyggju,
leiðir til góðra hluta.

Reyndar er ástúð og umhyggja, leiðarljós móðurinnar, eða sköpunarinnar,
þegar hún er að þroska nútíðina til þátttöku í framtíðini.

Egilsstöðum,2.11.1989, Jónas Gunnlaugsson.

jonasg@ismennt.is

heim