K R E P P A N

 

1 9 3 0

 

Allar skemmur voru fullar af vörum, en þeir sem höfðu kaupgetu voru búnir

að kaupa þær vörur sem þeir þurftu.

 

Þá var mörgum iðnaðar, landbúnaðar og skrifstofumönnum sagt upp,

og þannig fjölgaði þeim sem gátu ekki keypt vörur,

kaupgetan minnkaði og enn fleiri misstu vinnuna.

 

Þetta endaði með því að þúsundir fyrirtækja fóru á hausinn,

og tugir miljóna manna gengu atvinnulausir,

en vöruskemmurnar voru fullar af vörum.

 

Þetta leiddi til mikilla hörmunga, menn dóu úr skorti,

með gnægð matar allt um kring.

 

Samkvæmt trúarjátningu peningamanna, eða mammons dýrkenda,

mátti ekki afhenda vörur til þeirra sem ekki áttu peninga.

 

Undanfarandi framleiðslu aukningar ár höfðu þeir ríku aukið tekjur sínar,

og lifað í svalli og munaði, en það sem þeir gátu nýtt, af

landbúnaðarvörum og iðnaðarvörum var takmarkað.

 

Hinir fátæku höfðu enga peninga, og gátu því ekkert keypt.

 

Menn veltu vöngum í nokkur ár, um það hvað ætti að gera.

 

Einn vildi láta peningana ráða, annar skynsemina með tilliti til peninga og markaðar,

það er verkfæra og aðstæðna og þriðji tilfinningarnar, ástúðina og umhyggjuna.

 

Þá var það að strákurinn úr sögu H. C. Andersen, hann var svo ungur,

að hann hafði ekki lært í háskólanum hvað væri rétt og hvað væri rangt,

og hvað væri hægt og hvað væri ekki hægt, sagði við föður sinn.

 

Skrifaðu bara ávísun handa atvinnulausa fólkinu, þá fer það í búðina og kaupir vörur,

kartöflur og potta, og búðin tæmist, búðarmaðurinn fer í vöruhúsið,

og kaupir af heildsalanum, og heildsalinn fer til bóndans,

og kaupir kartöflur, eða landbúnaðarvörur og í

verksmiðjuna og kaupir potta, eða iðnaðarvörur.

 

Þá vantar bóndann menn til að taka upp kartöflurnar,

og verksmiðjuna menn til að framleiða pottana.

Þeir kalla á atvinnulausa fólkið í vinnu,

sem fær þá aftur greidd laun,

og allt kemst í lag aftur.

 

En þetta hefur aldrei verið hægt drengur minn.

Hvað á ég þá að gera þegar allir hafa allt,

og eru búnir að fylla öll búr heima hjá sér.

þá verður öllum sagt upp aftur?

Já, en faðir minn, þú gefur bara öllum frí í mánuð,

eða þar til vörurnar eru búnar,

þá byrjið þið aftur og fyllið vöruhúsin,

og takið aftur frí.

 

En fólkið í fátæku löndunum, hvað eigum við að gera þeim til hjálpar?

 

Við skrifum líka ávísun handa þeim, fyrir vinnuna við að grafa brunn,

hreinsa götuna, hjúkra og byggja. þá geta þeir líka keypt vörur,

og þá þarf menn í vinnu til að búa þær til,

það verður alveg eins og hjá okkur.

 

En, af hverju sáum við þetta ekki strax pabbi?

Vorum við ef til vill kærulausir, og hugsunarlausir.

 

Ef við vorum ekki nógu skynsamir, hefði þá nægt að við værum góðir.

þá hefðum við látið þá fátæku fá peninga eins og við þurftum sjálfir,

og allt hefði verið í lagi.

 

Þegar skynsemina þrýtur, þá er það skynsemi,

að leysa málið með ástúð og umhyggju að leiðarljósi.

 Ástúð og umhyggja er skynsemi.

 

Ávísunin var skrifuð að hluta, og ástandið batnaði, en,.

 

Stríðin komu, það var mikil mis skipting og óánægja.

Ég skrifaði stóra ávísun, tók alla í vinnu,

og bjó til drápstól, framleiðslan stórjókst,

og við gátum drepið tugi miljóna manna.

 

Hefði ég getað skrifað stóra ávísun og

byggt íbúðarhús og framleitt neysluvörur,

og reynt að gera alla ánægða?

 

Stríðin komu, ég hafði eytt öllu í brauð og leiki, nei réttara sagt í vímu og girndir.

Ég stórjók rannsóknir, ég varð að gera betur en hinir, annars gátu þeir eytt mér.

Rannsóknirnar gerðu það að verkum, að ég gat framleitt miklu meira,

allt handa öllum, ódýrt og á einfaldan hátt.

 

Hefði ég getað stóraukið rannsóknir og aukið þekkinguna þannig,

að hægt væri að framleiða allt handa öllum án stríðs.

 

Framleiða, framleiða, menga, menga, menga meira, er það nauðsyn.

 

MENGUN ER SÓÐASKAPUR,

OG KOSTAR MUN MEIRA EN HREINN REKSTUR,

ÞEGAR TIL LENGDAR LÆTUR.

 

Framleiðslufyrirtækin verða að sjálfsögðu að bæta þá mengun sem þau valda,

og þá kemur í ljós að mengunarlaus rekstur er mun ódýrari.

 

Stilla þarf framleiðslukerfið þannig að allt efni gangi í hring,

eða nýtist aftur og aftur.

 

Efnið á að nota með nýjustu byggingatækni,

þannig að sem mestur styrkur fáist úr sem minnstu efni

 

Þá kemur í ljós að við getum hætt námuvinnslu.

Endurvinnsla efna annar allri þörf fyrir hráefni,

þar sem allt sem byggt er verður mun léttara,

og um leið sterkara en áður.

 

Efnið í gamla bílnum og gamla húsinu verða endur unnin,

og byggður nýr bíll og nýtt hús, mun sterkari og léttari,

með bygginga tækni frá flugvéla og geim iðnaði.

 

Egilsstöðum, 04.09.1988 Jónas Gunnlaugsson

 

jonasg@ismennt.is

 

heim