R U S L

Allt efni sem við notum á að fara í endurvinnslu.

Ef eitthvert efni er óhentugt eða ómögulegt í endurvinnslu,
tökum við það úr umferð og bönnum notkun á því.

Að þessu uppfylltu, verður ekkert rusl lengur,
og ekki þarf að taka nýtt efni að marki inn í hringrásina,
og auðlindir endast endalaust.

S K Ó L P

Ekkert efni má nota í heimahúsum eða atvinnuvegum,
sem myndar óæskilegt skólp.

Við hvert hús setjum við rotþró, sem eyðir öllu óæskilegu úr skólpinu,
og frá henni aðra sem lætur vita og lokar ef eitthvað er ekki í lagi.

Allt sem fer í niðurföllin eyðist á staðnum, og best er að ýmis gróður á lóðinni,
nýti afganginn, bætiefnin.

Vatn sem rennur burt, verður nokkuð hreint,
og má nota til ræktunnar og skaðar ekki gróðurmoldina,
vötnin eða höfin.

Lendi óæskileg efni framhjá rotþróm, láta skynjarar í leiðslum,
jarðvegi, vötnum og hafi vita.

Ekki er ólíklegt að hægt sé að merkja allt efni, t.d. með ísótópum,
og rekja þannig hvaðan þau komu, og hver er eigandi.

Allar sápur, þvottaefni og eiturefni sem ekki eyðast í rotþró,
eru ekki rotvinsamleg og síðar nýtast gróðrinum,
yrðu ónothæf og því ekki framleidd.

Tiltölulega auðvelt er að fylgjast með, hvaða aukaefni verða til,
við hina ýmsu framleiðslu og framleiðsluaðferðir,
og verðum við að sjá til þess,
að þeim verði komið í skaðlaust eða nýtanlegt ástand.

Egilsstöðum,1.12.1989, Jónas Gunnlaugsson.

jonasg@ismennt.is

heim