Vöruskipti

 

Fyrr á öldum notuðum við vöruskipti, x * fiska fyrir, y * kartöflur.

 

Gott var að eiga gull til að skipta fyrir vörur,

 

Erfitt var að geima gullið, einhver gat stolið því.

 

Þá kom Gullsmiðurinn sér upp rammgerðri gullgeymslu, og gat þá geymt sitt gull og annara.

 

Þegar Jón og Gunna þurftu að nýta gullið var tafsamt að burðast með það.

 

Þá fór Gullsmiðurinn að létta undir með fólkinu með því að gefa því skriflega staðfestingu

á því að það ætti gull inni.

 

Þessar skriflegu heimildir voru upp á mismunandi upphæðir og síðar var þetta kallað

 peningar, gjaldmiðill.

 

Næst kom einhver og bað gullsmiðinn um lán, og hann komst fljótlega að því að hann gat “lánað,”

3x, 5x, 9x eða oftar það sem hann átti inni af gulli.

 

Svo kom Kóngurinn, hann vantaði pening, fyrir vopnum, höllum eða ef til vill til að byggja,

fiskiskip, rækta akra og fleira skynsamlegt.

 

Nú varð gullsmiðurinn að hyggja vel að, hvað er ráðlegt. Get ég leift mér að láta hann hafa miljarð.

 

Síðan eftir mikla íhugun,*** þorði Gullsmiðurinn ekki annað,

en að útvega  Kónginum skriflegar heimildir, það er áritaða peninga upp á miljarð,

og fékk Gullsmiðurinn skuldaviðurkenningu, frá Kónginum upp á miljarðinn.

 

Kóngurinn, sem við hugsum okkur að hafi verið allskynsamur, hlúði að landbúnaði,

sjávarútvegi, iðnaði og verslun.

 

Við þetta eignaðist Kóngurinn, landið, þegnarnir, miklar eignir sem voru veðsettar Gullsmiðnum.

 

Gullsmiðurinn hafði aldrei gert neitt nema að skrifa, prenta, teikna þessar skriflegu kaupheimildir,

það er peningana, en átti nú allt sem gert hafði verið.

 

Það má segja að þetta traust á Gullinu, Gullsmiðnum, hafi gert okkur kleift að framkvæma öll þessi verk.

 

En er ástæða til að við skuldum Gullsmiðnum (bankakerfinu, “ The World Bank something,”

allt sem við gerum, framleiðum, byggjum, fyrir það eitt að prenta peningana.

 

Ef til vill ætti ríkið, þjóðin að eiga fyrir okkar hönd, þessar skuldir, en....

 

En þegar kjörnir fulltrúar okkar fara að gefa okkur úr hrúgunni til að öðlast hylli kjósenda,

er hætt við að öll skynsemi gleymist. Þessa hluti þarf að hugsa mjög vel. jg

 

 

Skynsemi okkar nær takmarkað upp í fjármálin, við þurfum meiri skilning.

 

Velt vöngum. Ef til vill ætti gjaldmiðillinn að vera verðtryggður,

en launin verðtryggð í framleiðni, húsnæðiskostnaður í tekjum.

 

 

Láta nokkur hugbúnaðarfyrirtæki, eða einstaklinga (strákinn í sögunni um nýju fötin keisarans og Línu Langsokk),

búa til  líkan, líkön, af gamla bankakerfinu, og reyna að skilja það.

 

Láta hugbúnaðarfyrirtækin, einstaklinga, (strákinn og Línu) gera líkan, líkön, af hugsanlegum,

betri lausnum á gjaldeyriskerfinu, fyrir hvert land og einnig löndin saman, veröldina.

 

Hugsanlega væri gott að hvert land gæti bjargast fyrir sig, ef nauðsyn væri á því,

haft sína verðtryggðu krónu.

 

Af hverju erum við í þessum vandræðum. Við vitum það.

Egilsstaðir, 10.04.2009  jg

 

Ath. síðar

***

Hugsun Gullsmiðsins.

 

Í landi eitt, landi tvö, landi þrjú,

borg eitt, borg tvö, og borg þrjú, sögðu

Gullsmiðirnir, að þeir ættu ekkert gull,

þegar valdamennirnir heimtuðu lán.

 

Þessu trúðu valdamennirnir ekki,

og píndu þeir Gullsmiðina,

til að þeir segðu hvar gullið væri.

 

Þegar Gullsmiðirnir héldu fast við,

að þeir ættu ekkert gull, endaði það með,

að valdsmennirnir drápu Gullsmiðina.

 

Þessa andskota, svíðingana,

sem væru búnir að ræna landslýðinn.

 

Hvað á ég að gera hugsaði Gullsmiðurinn okkar.

Eg.