Berjauppskriftir

 

Aðalbláber

 

 


 

Krækiberjasaft

1l krækiberjasaft
400 gr. sykur

Krækiberin eru hreinsuð, þvegin og pressuð í berjapressu. Saftin mæld og sykrinum blandað saman við. Vínsýran leyst upp í litlu heitu vatni og hrærð saman við. Saftin er ýmist höfð hrá eða soðin í 5-10 mín. Geymd á flöskum

Helga Sigurðardóttir 1986

 

 

 

 

 


 

Bláberjamauk

1kg. bláber/aðalbláber
375gr. sykur

Berin eru hreinsuð og sett í pott ásamt sykrinum.
Soðið í 15-20 mín.
Maukið er síðan sett sjóðandi heitt í vel heitar krukkur og þeim lokað.

Helga Sigurðardóttir 1986

 


Aðalbláberjaostakaka


Hráefni:
230 g hafrakex100 g smjör
1 tsk. sykur
Fylling
500 g rjómaostur
50 g sykur
350 g aðalbláber
1-1/2 dl rjómi
5 stk. matarlím
Yfir kökuna
2 dl rjómi
1 stk. eggjahvíta
1 msk. flórsykur

Leiðbeiningar:
Myljið kexið vel niður, bræðið smjörið og blandið saman við ásamt sykrinum. Þrýstið í botninn á forminu, kælið.
Osturinn er unninn mjúkur með sykrinum, rjóminn er þeyttur og blandað saman við rjómaostinn. Leysið upp matarlímið og blandið saman við og að síðustu er berjunum blandað út í. Einnig er hægt að nota önnur ber, t.d. bláber og krækiber.
Þeytið rjómann, þeytið saman hvíturnar ásamt sykrinum, blandið þessu saman, smyrjið yfir kökuna og kælið.
Blandið rjómanum og hvítunni saman og smyrjið yfir ostafyllinguna.


 

Blár draumur
(eftirréttur með aðalbláberjum)

200 g rjómaostur
100 g flórsykur
1 tsk vanilludropar
2 egg
1/4 l rjómi (eða rúmlega það)
2-3 kúfaðar msk. aðalbláberjasulta
piparmintulíkjör
aðalbláber
þunnar súkkulaðiplötur


Rjómaosturinn, flórsykurinn og vanilludroparnir hrært vel svo verði lungamjúkt. Geymt í kæli.
Eggjarauður stífþeyttar. Blandað saman við osthræruna ásamt sultunni. Kælt áfram.

Eggjahvíturnar stífþeyttar. Geymdar í skál.

Rjóminn stífþeyttur. Blandað varlega saman við eggjahvíturnar (með skeið eða sleif. Ekki hræra mikið!) Kælt.

Ostahrærunni blandað varlega saman við eggja-rjómahræruna. Ekki hrært meira en svo að þetta sé röndótt eða marmarakennt að sjá. Geymt í kæli.

Þessu sprautað í litlar skálar - til dæmis bökuð eftirréttaform, súkkulaðihúðuð. Skreytt með smáhaug (1 msk. eða svo) af ferskum eða frosnum bláberjum. Súkkulaðiplötu stungið í. Líkjörinn kældur í frysti, hnausþykkur. Örlítilli slettu af honum dreypt á réttinn um leið og hann er borinn fram.

 


Rifsberjasulta
(af grófu gerðinni)

Hlutföllin eru:
1 kg rifsber (10%-20% ættu að vera hálfþroskuð)
750 gr sykur
1/2 bolli vatn
Stönglar teknir frá og soðið á þeim með vatninu (þetta er til að taka hleypiefnið úr þeim)
Rifsber sett í pott og soðið á þeim, soðið af stönglunum sett saman við (sía stönglana frá)
Sykur settur í þegar búið er að sjóða upp (mér er sagt að hýði berjanna verði ekki eins seigt ef sykurinn er settur eftir á)
Suðutíminn er ekki nema nokkrar mínútur (5-15 mín)
Ég krem hluta berjanna en vil hafa slatta af þeim í heilu lagi eða lítið kramin til að sultan fái grófari áferð
Hleypiefnið úr stönglum og hálfþroskuðum berjum á að duga til að hleypa sultunni
Þetta sykurmagn á að duga til að sultan geymist í u.þ.b. ár, mér finnst of sætt að hafa 1:1 af sykri

Reyniberjahlaup

Hér á eftir er uppskrift af reyniberjahlaupi (sultu).
Svíar og Þjóðverjar nota hana mikið með villibráð
og eflaust er hún einnig góð með t.d.
rjúpu og hreindýrakjöti.

3.0 kg reyniber ( full þroskuð)
1,6 kg epli

Brytjið eplin, blandið berjunum við og sjóðið við vægan hita í mauk.
Síið maukið í gegnum búk. Gott er að láta síga yfir nótt.
Mælið hvað komið hefur mikið saft og sjóðið í um 5-6 mín.
Potturinn tekin af og á móti hverjum lítra af safti er bætt í 750 g af sykri
Blandan er nú soðin í um 1-2 tíma eða þar til hún verður að hlaupi.


Sólberjamauk

Berin eru hreinsuð vel og þvegin. Látin í pott með sykrinum og vatninu og soðin, þangað til hættir að freyða. Þá eru berin tekin upp með gataspaða og saftin soðin í 10 mín. Berin síðan sett aftur í pottinn og suðan látin koma upp aftur. Hellt í heitar og þurrar krukkur og þeim lokað strax.

Helga Sigurðardóttir 1986

 

Reyniberjasaft

Reyniberin, sem eru vel þroskuð, eru tínd,
hreinsuð og lögð í vatn í 3 sólarhringa.
Berin sett í pott með vatni, er tæplega flýtur yfir.
Hitað við vægan hita. Þegar suðan kemur upp,
er soðið í 5 mín., eða þangað til berin springa.
Hellt í þunnan línpoka, sem látinn er á slá eða grind.
Saftin látin síga úr berjunum, án þess að hrært sé í.
Í hvern l. af saft er látið 1/2-3/4 kg. sykur, og það soðið í nokkrar mínútur. Froðan veidd vel ofan af.
Saftinni er hellt í hreinar og heitar flöskur og þeim lokað vel.

Helga Sigurðardóttir 1986