Krækiber

 

Krækiber eru svört og töluvert minni en bláber. Þegar berin eru að vaxa verða þau fyrst græn (grænjaxlar),

síðan rauð og loks svört. Krækiber eru mun algengari og auðfundnari en önnur villt ber á Íslandi.

Krækilyngið er lágvaxinn, jarðlægur runni, u.þ.b 15-45 cm. á hæð.

Blöðin eru þétt, striklaga-aflöng, gljáandi dökkgræn og jaðrar eru oft niðurbrettir.

Blómin eru pínulítil, 1-2 mm., bleik eða purpurarauð.

Krækilyngið vex í þurrum brekkum og mólendi og blómgast í maí-júní.

Berin eru þó ekki fullþroskuð fyrr en eftir miðjan ágúst.

Krækiber eru mun harðgerðari en t.d. bláber og aðalbláber

og er því hægt að tína þau lengur fram eftir hausti.

 

 

Ef nýta á krækilyngið er það tekið seint í júní eða snemma í júlí. Lyngið var gjarnan notað til hænsnafóðurs.

Krækiber þykja kælandi og samdragandi. Krækiberjaseyði var talið gott við lífsýki

og var mauk berjanna, blandað vatni, gott við þorsta og landfarsóttum.