Sögugerð
- leiðbeiningar fyrir 5-6 ára leikskólabörn og
nemendur í 1.- 4. bekk grunnskólans.
© Kirsten Lybæk Vangsgaard, 2001.


[atburðarás] [aðalpersónur] [sögugerð]


Þorvaldur Þorsteinsson

Á þessari vefsíðu getur þú fundið leiðbeiningar um hvernig hægt er að búa til einfalda sögu. Leiðbeiningarnar byggja á dæmigerðu ævintýramódel er tengist rússneska þjóðfræðingnum Propp. Þú fær aðstoð leikskólakennarans eða kennarans við verkefnið eftir þörfum.

Í stuttu máli er ætlast til þess að þú verður fær um að búa til
einfalda atburðarás, skilgreina aðalpersónur sögunnar með tilheyrandi persónulýsingum og spinna stutta, einfalda sögu.

Það skiptir ekki máli hvort þú byrjar að búa til atburðarás sögunnar eða byrjar að ákveða aðalpersónur í sögunni, þú verður að ákveða það sjálf og fer það eftir hugmyndaflugi hvers og eins.


Þorvaldur Þorsteinsson

Að búa til atburðarás.
Á þessu stigi ákveður þú atburðarás sögunnar. Þú verður að finna upp atburð, það er að segja eitthvað sem gerist og sem hægt er að spinna sögu í kringum. Í dæmigerðu ævintýri gerast atburðir sem velda breytingum og ójafnvægi í stöðunni.
Skoðaðu eftirfarandi dæmi úr Skilaboðaskjóðunni.


Þorvaldur Þorsteinsson
Putti ætlar að upplifa ævintýri. Um kvöldið þegar Maddamamma var farin að sofa smeygði hann sér út úr húsinu til að upplifa ævintýri en villist í skóginum og sofnar af þreytu.Hann vaknar við að nátttröllið gnæfði yfir honum og tók Putta með sér í hellinum.

Atburðurinn í dæminu er að Putti verður rændur af nátttröllinu.

Oftast þarf hetjan að berjast við illa aflið og oft leysa þrennar þrautir/gátur til þess að jafnvægi náist aftur og allt endar vel. Þú þarft ekki endilega að vera með 3 þrautir en að minnsta kosti eina. Athugaðu eftirfarandi dæmi einnig úr Skilaboðaskjóðunni.

Maddamamma fær persónur úr Ævintýraskóginum til liðs við sig og þau fara upp að helli nátttröllsins til að reyna að sigra það með því að lokka það út í sólskinið.


Þorvaldur Þorsteinsson

Fyrst um sinn gekk ekki vel fyrir Möddumömmu að fá stjúpuna, nornina og úlfinn úr ævintýraskóginum til að hjálpa sér en með hjálp Dreitils og skilaboðaskjóðunnar tókst að plata stjúpuna, nornina og úlfinn.

efst á síðu

Aðalpersónur sögunnar.
Núna átt þú að ákveða þrjár aðalpersónur í sögunni - góði, vondi og hjálparinn. Þú getur verið með fleiri persónur en 3 og verða þá hinar persónurnar í aukahlutverki. Passaðu þig samt á að vera ekki með of margar persónur til að byrja með því erfitt getur verið fyrir þig að halda yfirsýn. Hafðu í huga að persónur í aukahlutverkum þurfa líka á einhvern hátt að skipta máli fyrir atburðarás sögunnar.

Þú þarft að útbúa lýsingar á aðalpersónurnar - góði, vondi, hjálparinn. Þú getur lýst útliti, eiginleikum, hæfileikum o.s.fr.

Búðu til lýsinguna á sér blað fyrir hverja persónu.


efst á síðu

Sögugerð.
Núna getur þú byrjað að semja sögu út frá þeim upplýsingum sem þú hefur um aðalpersónurnar og atburðarás sem þú bjóst til. Mundu eftir röðinni: staða - atburður - ný staða. Skoðaðu dæmi um röðina hér á eftir.


Þorvaldur Þorsteinsson
Putti heima - hann fer út í skóg og verður rændur - Putti í helli Nátttröllisins.

Þú verður að muna að sögur eiga líka byrjun og enda. Mjög oft byrja sögur eða ævintýri með: Einu sinni var.... og í langt flestum tilfellum enda sögur eða ævintýri vel.

Þegar þú ert búin að semja söguna skaltu skrifa hana í tölvu og skilaðu til kennarans. Þú fær að sjálfsögðu hjálp við skriftina.

Teiknaðu myndir í KidPix við söguna. Ef þú þekkir ekki KidPix-teikniforritið geturðu lært um forritið hér - en leiðbeiningarnar eru á ensku, svo kennarinn þinn þarf að hjálpa þér með að þýða.

Söguna geturðu birt á vefsíðu fyrir nemendur - kennarinn mun aðstoða þig við það.

Einnig gefst þér tækifæri til að taka þátt í alþjóðlegu verkefni eins og Planeten og Kidlink og þú getur sent söguna þína inn á þann vettvang.

efst á síðu

Ef þú smellir á bókina getur þú skoðað/lesið Disneysögur á ensku. Það getur hjálpað þér með að greina góða, vonda og hjálparann samt því að útbúa persónulýsinga.


Á álfa- og tröllavefleiðangur


[atburðarás] [aðalpersónur] [sögugerð]

Myndefnið er úr ævintýrinu: Skilaboðaskjóðunni eftir Þorvald Þorsteinsson.

Seinast uppfært 29.05.2001
kirsten@seltjarnarnes.is