Tunglið                

eftir 

Heiðu Rúnarsdóttur

Kynning | Verkefni| Bjargir | Ferli | Mat | Niðurstaða

Kynning
 

Í gegnum tíðina hafa sjálfsagt vaknað margar spurningar um tunglið.  Hér á eftir koma nokkrar spurningar.  Kannski kannast þú við nokkrar.

1.  Hvað er tunglið langt í burtu og hversu stórt er það? 
2.  Hvað er tunglmyrkvi?
3.  Hvernig er með ferðir manna til tunglsins?
4.  Hvernig eru lífsskilirði á tunglinu? 
5.  Af hverju er sýn okkar á tunglið breytileg? 
6.  Hvaða áhrif hefur tunglið á jörðina.?
7.  Hvað er tunglið lengi að snúast hring í kringum jörðina?

Í eftirfarandi verkefni veljum við að svara einhverjum af þessum spurningum. Eða að þú segir kennara frá spurningu þinni um tunglið sem kannski er hægt af fá að svara.


Verkefni

 • Þú átt að vinna með einum til tveimur skólafélögum.
 • Veljið ykkur eina til þrjár spurningar í kynningu sem þið viljið finna svör við. Kannski vakna nýjar spurningar þegar þið eruð byrjuð að vinna verkefnið og þá er sjálfsagt að reyna að finna svör við þeim.
 • Safnið saman upplýsingum með því að skoða þær upplýsingar sem hafa verið skráðar undir kaflann "Bjargir" . 
 • Prentið út upplýsingar og myndir sem þið ætlið að nota.  Stundum getið þið skrifað beint upp eftir skjánum.
 • Dragið saman niðurstöðu og skrifið á plakat og myndskreytið, eða límið inn myndir. 
 • Að lokum kynnir hver hópur sitt verkefni munnlega fyrir skólafélögum og plakötin eru hengd upp.

Bjargir

Hér er hægt að krækja í staði á Internetinu. 
Þeir gagnast ykkur við að safna upplýsingum til þess að geta svarað spurningum sem þið hafið valið.

Allt um tunglið  
 Almennt um tunglið 
Áhrif tunglsins á sjáfarföll 
  Meira um sjáfarföll
Dökku hliðar tunglsins
Ferðir til tunglsins
Lífsskilirði og útlit tunglsins
Tunglmyrkvi
 
 
 
 


Ferli

 1. Fyrst velur þú þér félaga til þess að vinna með.
 2. Þið ákveðið í sameiningu hvaða spurningum þið ætlið að svara. Ekki er æskilegt að margir hópar svari sömu spurningum.  Þið þurfið því að fá staðfestingu hjá kennara hvort þið getið haldið ykkur við fyrirhugaðar spurningar. 
 3. Núna skoðið þið vel kaflann Bjargir.  Gott er að skipta með sér verkum þannig að þið opnið sitthvora krækjuna. Einnig skuluð þið fara á leitarvefi og athuga hvort þið finnið viðbótarupplýsingar.
 4. Prentið út áhugaverðar síður eða skrifið strax niður hjá ykkur atriði sem þið ætlið að nota.
 5. Þegar hver og einn hefur safnað nokkru magni upplýsinga komið þið saman og vinnið úr þeim.
 6. Í úrvinnslu upplýsinga eigið þið að skrifa samfelldan texta og myndskreyta og líma á karton.
 7. Að lokum þurfið þið að æfa munnleg skil á verkefninu.

 8.  

Mat

Verkefnið verður metið eftir því hversu skýr svör fengust við spurningum.  Frágangur verkefnis verður að vera snyrtilegur. Einnig er tekið tillit til munnlegra skila þegar verkefnið er kynnt samnemendum.  Hópurinn sem vinnur saman er metinn í heild.


Niðurstaða

Þegar þið hafið unnið þetta verkefi hafið þið sennileg fræðst heilmikið um tunglið.  Vonandi hafa vaknað nýjar spurningar um tunglið sem þið eruð til í að leita svara.  Prófið að fara á leitarvefi og safna ykkur frekari upplýsingum.

Seinast uppfært  30. október 2000