Páll Eyjólfsson
gítarleikarimusik.is
tonlist.is

Útsetningar Páls Eyjólfssonar eru væntanlegar


T
ónstigar
og brotnir hljómar 

Nú fáanlegt í Tónastöðinni

Útsetningar PE

Premiere
C a r i ñ o - diskurinn kominn út diskar
 
Páll Eyjólfsson á æfingu 2004, ljósm.Aldís

José Luís González lærði fyrst hjá föður sínum í fæðingarborg sinni Alcoy, síðan fór hann til framhladsnáms til Valencia og áfram til Madrid. Meðal leiðbeinenda hans á gítarinn voru Regina Sainz de la Maza og Andrés Segovia.  Haft er eftir Segovia um José Luís, að fáir ráði yfir betri tækni en hann á gítarinn og að túlkun hans nái ávallt að heilla áheyrendur. José Luís González og Segovia voru til margra ára saman sem leiðbeinendur á námskeiðunum í Santiago de Compostella á Spáni.  Þá var José Luís í 7 ár gítarkennari í tónlistarháskólanum í Sydney í Ástralíu, þar sem hann m.a. starfaði með John Williams.


Páll Eyjólfsson varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá leiðsögn José Luís González á árunum 1982 - '84 og aftur 1986.  Þá var José Luís enn við fulla heilsu, hitti nemendur sína dag hvern og hélt tónleika reglulega, fór m.a. í tónleikaferðir til Japan a.m.k. einu sinni á ári.  Hann var einstaklega natinn kennari og óspar á þekkingu sína.  Ef hann fór í sumarfrí með fjölskyldunni, mættu áhugasamir nemendur í tíma til hans í sumarbústaðinn.  Hann kenndi í einkatímum heima hjá sér, í örlitlu herbergi, þar sem ekki var bannað að reykja og oft boðið uppá rauðvínsglas. Þar var aldrei lokað vegna jólafrís, páska- eða sumarfrís.  José Luís lét þess oft getið við nemendur sína að hann hafi verið að ræða í símann við Segovía um hvernig best væri að ná fram hinum eina sanna tón, í viðfangsefnum dagsins. José Luís fékk aðkenningu af hjartaslagi um 1987 og lést í mars 1998, ekki orðinn sjötugur.  Við hefðum viljað eiga samtöl við hann í a.m.k. 20 ár enn.
 

 

Færeyjum
Nordsol 2009

einleikarafelag ...
fiston
Tíminn og vatnið fær lof í Þýskalandi Neue MusikZeitung nmz
....
Páll og Laufey leika í Kaupmannahöfn, Sívaliturn 2002
....
Páll og Laufey leika í Helsinki, Finnlandi
Bátalæginu í Sveaborg 2000
....
Páll og Laufey leika á Spáni
....
Hér eru Páll og Laufey á tónleikum í Vilafames á Spáni 1998 - en þau hafa víða gert garðinn frægan.  Mottó þeirra er þó að vera helst aldrei  með sama prógrammið oftar en einu sinni.  - Klikkið með músinni til að sjá blaðaúrklippuna.
Barrokkhátíð í Valenciahéraði, tónleikar í Vilafamés og Villa Real 1998
Sumartónar í Færeyjum
Páll Eyjólfsson og Laufey Sigurðardóttir á leið í tónleikaferð til Færeyja sumarið 1996.  Þau léku á listahátíðinni Sumartónar í Þórshöfn og Götu
Páll og Laufey á leið til Færeyja 1996.
Léku á listahátíðinni "Sumartónar í Færeyjum"   tónleikar í  Þórshöfn og Götu.
nlh.fo

 


Páll Eyjólfsson - klassískur gítarleikari,   Reykjavík,   Iceland  
Tel.  + 354  587 1372,     GSM  + 354  862 3358  
Email:  pallisigny@simnet.is

 © Vefurinn unninn í tilefni 20 ára afmælis einleikaraprófs Páls Eyjólfssonar
 8. mars 2001 af  Signýju Kjartansdóttur.

Takk fyrir komuna!

Síðast uppfært 23.03.2018