Að gefa vef

Þennan vef set ég upp á sumardaginn fyrsta 19. apríl 2001 og hugsa sem sumargjöf til netsamfélagsins á Íslandi og allra sem hafa áhuga á að fleiri og fjölbreyttari hópur búi til og haldi við vefsíðum. Tilgangur vefsins er að vera verkfæri og hugmyndabrunnur fyrir þá sem vilja gefa vef og þá sem vilja búa til vefsíður og líta á það sem eina tegund af listhönnun, handverki, skapandi iðju og föndri. Núna eru hér fyrst og fremst vísanir í vefi með myndhlutum fyrir heimasíður, sérstaklega úr sveitarómantík (country) og vefi með bútasaumsefnum. Þarna eru ýmis efni sem hægt er að sníða heimasíður úr og myndir sem festa má á heimasíður.

Ég vil með þessu vekja athygli á að vefir og heimasíður eru heppileg til gjafa til ættingja, vina og velunnara og gerð þeirra og viðhald getur verið skapandi tómstundagaman á sama hátt og smíði, saumar og föndur hvers konar. Vefsíðugerðin er líka eins og bútasaumur, getur verið einstaklingsverk og unnin í litlum einingum og bútum en verður ekki síður skemmtileg ef margir vinna saman að því að tengja litla búta saman í stórt verk.

Þessi vefur er í vinnslu.

Salvör Gissurardóttir salvor@ismennt.is

Sveitabakgrunnar (bútasaumsefni)
http://raspberrycreek.com/backgrnds.html

Ýmis myndasöfn á vefnum

Frásagnarlist Safn af tengingum um hvernig á að segja frá á Neti.

http://www.geocities.com/love4primitivecountry/ (country vefir)

Fireworks 4 (leiðbeiningar og sýnishorn - í vinnslu)

Myndstef (samtök höfundarréttahafa myndefnis á Íslandi)

 

http://www.countrywrappings.com/quilt.html (búa til kbútasaum)

Góð síða um HTML http://www.lissaexplains.com

Um sumardaginn fyrsta (af vefsíðu Þjóðminjasafnsins):

19. apríl - sumardagurinn fyrsti

Sumardagurinn fyrsti er á fimmtudegi, nú 19. til 25. apríl, en 9. til 15. apríl í gamla stíl fyrir 1700. Um fyrsta sumardag er getið þegar í elstu heimildum. Vikan var helsta tímaeining í gamla íslenska tímatalinu, og kann það að valda nokkru um að nafn fyrsta sumarmánaðar, hörpu, er ekki þekkt fyrr en frá 17. öld. Nafnið virðist dregið af vorhörkum, en síðar tengist það öðrum persónugerðum mánaðaheitum og er þá litið á Hörpu sem yngismey sem piltar eiga að fagna á fyrsta degi. Sumarblóta er lítillega gerið í frásögnum af heiðnum sið. Þótt heimildir séu fámálar er líklegt að Íslendingar hafi alltaf haldið til dagsins í mat og drykk eftir efnum og ástæðum.

Sumargjafir eru þekktar frá 16. öld og eru miklu eldri en jólagjafir. Ekki var unnið nema nauðsynjastörf eða táknræn sumarstörf, og hafa börn nýtt daginn til leikja. Víða var messað á sumardaginn fyrsta til miðrar 18. aldar en húslestrar héldust mun lengur. Samkomur hefjast í sveitum og bæjum seint á 19. öld. Eftir aldamót tengjast þær ungmennafélögunum, en frá þriðja áratugnum hefur dagurinn verið helgaður börnum með skrúðgöngum, skemmtunum og útgáfustarfi.

Fyrsti „barnadagurinn" var í Reykjavík árið 1921. Ýmis þjóðtrú tengist sumarkomu, og er meðal annars talið vita á gott ef sumar og vetur „frýs saman" aðfaranótt sumardagsins fyrsta. Þegar maður sá fyrsta tungl sumars átti hann að steinþegja þar til einhver ávarpaði hann. Úr ávarpinu mátti lesa véfrétt, og hét þetta að láta svara sér „í sumartunglið".
Heimild: Saga daganna eftir Árna Björnsson, 1996

Myndir og bakgrunnar á þessari síðu eru úr Ritvas Gallery og Sista´s

Síðast uppfært 22-Apr-2001
Salvör Gissurardóttir