Ţú ert á heimasíđu Sigríđar Friđriksdóttur / heimasíđa
/
 • Hugtakaskýringar í jarđfrćđi A-F
 • Hugtakaskýringar í jarđfrćđi G-K
 • Hugtakaskýringar í jarđfrćđi L-P
 • Hugtakaskýringar í jarđfrćđi R-Ö

  Hugtök sem byrja á A-F.

  a, b, c, d, e, f,

  a

  absólút aldur: sjá raunaldur.

  AD: á ţví herrans ári; eftir Krist (e.Kr.).

  afflćđi sjávar: hop sjávar vegna landlyftingar eđa sjávarborđslćkkunar.

  áflćđi sjávar: flćđi sjávar á land vegna landsigs eđa sjávarborđshćkkunar.

  áfok: fíngerđ bergmylsna sem berst međ vindi og sest til á ţurrlendi.

  afstćđur aldur: ([relatívur] aldur) fćst međ ţví ađ bera saman aldur jarđlaga. Sjá öskulagatímatal.

  agat: kvarssteind međ hringlaga röndum.

  ágít: pýroxenafbrigđi.

  aldabil: jarđsögunni er gróflega skipt í ţrjú aldabil, fanero-sóik (0-570 milljón ár) og próterósóik (frumlífsalda-bil) (570-2500 milljón ár) og archean (upphafsaldabil).

  Alleröd: hlýindakafli milli eldra og yngra Dryas.

  Alpafellingin og Himalajafjöll: byrjuđu ađ kýtast saman í lok miđlífsaldar ţegar Norđur-Afríka sem lá ađ Pýreneaskaganum snarađist rangsćlis um hann og ýtti hafsbotni Tethysflóans norđur undir Evrópu og Indlandsskagann (Dekan) rak ađ meginlandi Asíu.

  alteration: sjá ummyndad berg.

  amfíból: er flokkur dökkleitra járn- og magnesínríkra band-silíkatsteinda og er algengt í myndbreyttu bergi.

  ammoníti: útdautt sćlindýr af flokki kolkrabba; steingerđ skel af slíku dýri.

  andesít: ísúr gosbergstegund.

  andhverfa: ölduhryggur á fellingu.

  annes: nes sem skagar langt út, útskagi.

  antrasítkol: sjá kol.

  apalhraun: hraun međ úfnu yfirborđi; [aa].

  arkósi: feldspatsandsteinn, oftast bleikur eđa rauđleitur yfir í ađ vera fölgrár eđa öskulitađur. Kornin eru yfirleitt hyrnd og lítiđ sorteruđ.

  artetískt vatn: er grunnvatn í gropnum vatnsleiđurum undir ţéttum leirlögum í skállaga dćldum. Viđ borun gegnum leirlagiđ gýs grunnvatniđ upp vegna ţrýstingsins.

  askja: sigketill í megineldstöđ myndađur viđ ađ ţak kvikuţróarinnar fellur saman í lok eldsumbrota; [caldera].

  astenosfera: sjá deighvolf.

  atoll: sjá hringrif.

  aurar: áreyrar sem myndast ţar sem vatnsfall rennur dreift um aura og hleđur undir sig.

  auravötn: vatnsföll, sem renna dreift og í breytilegum kvíslum um aura er ţau hafa sjálft hlađiđ undir sig. Oft notađ um jökulvötn eins og jökulvötnin á Skeiđar-ársandi; [braided stream].

  aurkeilur: framburđur sem vatnsfall hefur flutt úr gili og hlađiđ upp neđar í fjallshlíđinni. [talus cone; alluvial fan].

  b

  báruskeljalög: sjá Tjörneslög.

  baggalútar: smákúlu, ýmist stakar eđa samvaxnar tvćr eđa ţrjár, sem myndast í rýólítkviku ţegar nálar af feld-spati og kvarsi vaxa út frá kristalkími.

  basalt: samheiti yfir basísku gosbergtegundirnar í bergröđunum ţremur.

  berg: fast efni sem myndađ er í náttúrunni úr samlođandi ögnum einnar eđa fleiri steinda. Bergi er gjarna skipt í storkuberg, setberg og myndbreytt berg.

  bergmyndunarsteindir: ţćr steindir sem mynda stćrstan hluta bergsins. Plagíóklas og pýroxen eru algengustu bergmyndunarsteindir í íslensku basalti.

  bergröđ: íslensku gosbergi er skipt í ţrjár bergrađir ţóleiít-bergröđ, millibergröđ og alkalíbergröđ.

  báxít: leirtegund, ađ mestu álhýdrat, sem ál er unniđ úr.

  beinfiskur: fiskur sem telst til ćttbálks fiska međ vel ţroskađa beinagrind; [teleostei].

  belemíti: útdautt sćlindýr af flokki kolkrabba. Ţeir höfđu ekki skel um sig eins og ammónítar en bakspöngin náđi ţó aftur úr sporđtotunni sem broddur; steingerđur broddur af belemíta.

  berfrćvingar: fylking blómhlífarlausra plantna, frćin í könglum; [gymnosperme].

  berg: berg eđa berggrunnur er fast efni myndađ í náttúrunni úr samlođandi ögnum einnar eđa fleiri steinda. Berg skiptist í storkuberg, setberg og myndbreytt berg.

  bergeitill: lítiđ berginnskot ofarlega í jarđskorpunni sem hefur hvelft upp berglögin sem ofaná liggja; [laccolith].

  berghlaup: stórar skriđur ţar sem heilar fjallshlíđar hafa falliđ fram.

  berghleifur: bergkvika sem storknađ hefur langt undir yfir-borđi jarđar einkum í rótum fellingafjalla.

  berghvolf: öđru nafni stinnhvolf, jarđskorpa; [lithosfera]. Sjá deighvolf.

  bergkristall: grófkristallađ afbrigđi af kvarsi.

  bergkvika: sjá kvika; [magma].

  bergsegulmagn: eigiđ segulsviđ bergs sem ţađ fćr á mynd-unartíma.

  bergsegulstefna: segulstefna međ misvísun og segulhalla sem varđveitist í bergi er ţađ myndast (storknar).

  bergskriđa: bergskriđur sem myndast ţegar heilu hlíđarnar hlaupa fram.

  bergstandur: kvika sem hefur storknađ í gígrás en rof hefur máđ bergiđ umhverfis burt ţannig ađ bergstandurinn skagar uppúr rásinni.

  bergćđ: lítiđ og óreglulegt berginnskot sem hríslast um bergiđ.

  bergvatnsá: á međ lindavatni eđa úr lćkjadrögum.

  bik, jarđbik: seigfljótandi vökvi úr kolvetnissamböndum.

  biksteinn: afbrigđi hrafntinnu međ fitugljáa, oft grćn- eđa móleit á litinn.

  bitumenous kol: sjá kol.

  bjúgvatn: myndast í bugđu sem bugđótt á yfirgefur ţegar hún styttir sér leiđ.

  blandgígur: gígur úr gjalli og kleprum.

  blágrćnţörungar: einfrumungar án eiginlegs kjarna blágrýti: basalt, yfirleitt nokkuđ ummyndađ.

  blágrýtismyndun: ţau berglög Íslands sem eru eldri en 3,1 milljón ára og ţví mynduđ fyrir ísöld.

  blandađ gos (blandgos): gosefnin í sama gosinu eru ýmist hraun eđa gjóska.

  blöđrótt berg: berg međ gufubólum sem kvikan storknađi utan um.

  bólstraberg: kvika sem rennur í vatni, einkum undir ţrýst-ingi, myndar pylsulaga bólstra áđur en hún storknar.

  botnskriđ: grófasti hluti bergmylsnu í árframburđi. Skríđur međ botninum.

  botnurđ: jökulurđ undir skriđjökli.

  Břlling: stutt hlýviđrisskeiđ á síđjökultíma á undan eldra Dryas eđa fyrir u.ţ.b. 12500 árum.

  BP: fyrir okkar tíma.

  brennisteinn: eitt af frumefnunum (S) Fellur oft út viđ gufuhveri.

  brennisteinskís: pýrít, efnasamband járns og brennisteins, FeS2.

  brimklif: Standberg sem brimalda hefur rofiđ og grafiđ frá.

  brimstallur: brimklif, brimţrep og marbakki kallast einu nafni brimstallur.

  brimţrep: stallurinn undir brimklifi ţar sem brimaldan brotnar.

  brjóskfiskar: ćttbálkur fiska, sem hafa brjósk, en ekki bein, t.d. skötur og hákarlar; [chondorpterygii].

  brons: blanda kopars (Cu) og tins (Sn) t.d. í hlutföllunum 78:22.

  brotalínur: sprungur í yfirborđi jarđskorpunnar einkum ţar sem barmarnir geta hnikast til, haggast.

  brotaskjálfti: myndast ţegar brestur kemur í jarđskorpuna og hún haggast ţegar spennan losnar.

  brúnkol: kol međ um 70% kolefnisinnihaldi. Finnast einkum í 3 til 70 milljónára gömlum jarđlögum; (surtarbrandur); [lignite]. Sjá kol.

  bugđur í á: myndast í ţroskuđum vatnsföllum ţegar áin slćr sér til; [meander].

  byrkningar: heiti blómleysingja af einni fylkingu [pterido-phyta] ćđplantna sem burknar, elftingar og jafnar teljast til.

  Břlling: hlýindakafli á undan eldra Dryas (fyrir um 12 - 13 árum).

  c

  caldera: [erlent frćđiorđ] sjá askja.

  d

  daljökull: jökull sem hefur ákomusvćđi í fjallshlíđum t.d. hvilftar- og hlíđarjöklar er sameinast í dalbotnum og skríđa fram dali.

  dauđísvatn: sjá jökulker.

  deighvolf: öđru nafni linhvolf, seighvolf eđa lághrađalag [astenosfera]. Jarđskjálftabylgjur sýna ađ ţađ liggur á 50 - 250 km dýpi.

  delta: sjá óshólmar.

  devon: eitt af tímabilum fornlífsaldar.

  díabas: sjá dólerít.

  dílar í bergi: kristallar sem vaxiđ hafa í kvikubráđinu djúpt í jörđu mynda díla ţegar kvikan kemur upp á yfirborđ ţar sem afgangur ókristallađa bráđsins storknar snögglega og myndar dulkornóttan massa umhverfis dílana.

  djúpsjávarrenna: sjá djúpáll.

  djúpáll: myndast ţar sem úthafsfleki sekkur og skríđur undir meginlandsplötu eđa eldri úthafsplötu (eyja-boga).

  djúpberg: berg sem storknar hćgt djúpt í jörđu og verđur ţví grófkristallađ; [plutonic roc].

  djúpbergsmyndun: myndanir úr djúpbergi eins og berg-hleifar og bergeitlar.

  dólerít: er smákornótt afbrigđi gabbrós.

  dólómít: bergtegund eđa steind. Bergtegundin er kalksteinn úr kalsínkarbónati (CaCO 3 ) og magnesínkarbónati (MgCO 3 ), oft í hlutfallinu 1,5 til 1,7. Steindin hefur efnasamsetninguna CaMg(CO 3 ) 2 , H: 3 ˝ - 4.

  dragá: á sér engin glögg upptök heldur verđur til ţegar yfirborđsvatn í lćkjarsytrum leitar sameiginlegs farvegs.

  draugasteinn: sjá: kalsedón.

  dreif: jökulruđningur, jökulmelur, grjót og aur sem jökull hefur boriđ fram og skiliđ eftir ţegar hann hopađi; [drift].

  dreifarsteinar: jökulbornir hnullungar sem liggja á víđ og dreif í jökulurđ.

  dropsteinar: steindröngull í ţökum hraunhella.

  dropasteinar: steindrönglar í ţökum kalksteinshella sem myndast viđ útfellingar úr hörđu vatni [stalactite].

  dropasteinskerti: dröngull sem hleđst upp frá gólfi kalksteinshella [stalagmite].

  Dryas: jarđsögulegt tímatal (skandinavískt) kennt viđ holta-sóley (Dryas octopetala). Skipt í eldra (kuldakast fyri um 12.000 árum) og yngra Dryas (kuldakast fyrir um 11.000 - 10.000 árum).

  duftlitur: litur sem fćst ţegar steind er nuddađ viđ hvíta postulínsplötu.

  dulfrćvingur: planta međ lokuđu egglegi [angiosperm]. Til ţeirra teljast allar ćđri blómplöntur.

  dulkornótt berg: er međ svo smáum kristöllum ađ ţeir verđa ekki greindir međ berum augum.

  dyngja: eldfjall sem myndast í löngu flćđigosi á hringlaga gosopi.

  e

  eđjustraumar: eđjuflóđ sem flćđa frá eldfjöllum ţegar gjóska blandast vatni í gígnum eđa gosmekkinum; [lahar].

  efnaveđrun: molnun og grotnun bergs vegna efnahvarfa.

  efnarof: kallast ţađ ţegar efni í upplausn berast á brott međ vatni [chemical denutdation].

  eiđi: mjó fremur lág landrćma milli lands og eyjar ţannig ađ nes hefur myndast.

  einkennissteingervingur: steingervingar lífvera sem lifa stutt jarđsögulega séđ, hafa mikla útvreiđslu og ein-kenna ákveđiđ skeiđ jarđsögunnar.

  eldhryggur: ílangt lagskipt eldfjall sem hlađiđ er upp úr hraunum og gjósku. Dćmi: Hekla.

  eldra Dryas: sjá Dryas.

  eldfjall: fjall sem hleđst upp viđ endurtekin gos í eldstöđ [volcano, volcanic mountain].

  eldský: í eldstöđvum sem gjósa súrri eđa ísúrri kviku er kvikan oft svo seig ađ hún stíflar gosrásina efst. Öđru hverju međan á gosinu stendur brjótast glóandi gufur međfram „tappanum“ og eldský međ glóandi gjósku hleypur niđur hlíđar eldfjallsins. Sjá gjóskuberg; [nuée ardente].

  eldstöđ: stađur eđa svćđi ţar sem eldgos verđur [volcano].

  eldvarp: gíghóll, gígrimi, sem eldgos hefur hlađiđ upp um hverfis gosop [volcanic cone].

  eósen: nćstelsti tími tertíer.

  esker: sjá malarás.

  eustasísk breyting á sjávarstöđu: sjávarborđshćkkun um alla jörđina ţegar jökla leysir. sjá sjávarstöđubreytingar.

  evaporite: sjá gufunarset.

  eyjabogar: myndast á plötumótum ţar sem yngri úthafs-fleki skríđur undir eldri úthafsplötu. Landmegin viđ flekamótin á barmi flekans sem úthafsflekinn skríđur undir myndast eyjabogar međ eldkeilum úr ísúrum gosefnum, andesíti.

  f

  fallvatn: vatnsfall (međ tilliti til virkjunarmöguleika).

  feldspat: flokkur steinda sem ýmist geta veriđ kalínríkar (ortóklas) eđa natrín- eđa Kalsínríkar og kallast ţá plagíóklas.

  fellingahreyfing: myndun fjallgarđa ţegar jarđskorpan kýtist saman í fellingar (úr grísku: [órógeny, órógen-esis]; óró: fjall; genesis: myndun).

  fesíma: er möttullinn stundum nefndur ţví gert er ráđ fyrir helstu frumefnin ţar séu járn (Fe), kísill (Si) og magnín (Mg).

  fjörumór: mór í fjörum ţar sem land hefur sigiđ og sjór gengiđ á land eftir ađ hann náđi ađ myndast ofan sjávarmáls.

  fjörumörk: sýna sjávarstöđu á hverjum tíma.

  fjörukambur: sjá malarkambur.

  flá: mýrarflói međ sífrera, rústum og tjörnum.

  flekahraun: myndast ţegar hálfstorknađ helluhraun brotnar upp; [block lava].

  flekakenning: gerir ráđ fyrir ţví ađ jarđskorpan skiptist í fleka sem vaxa á fleaskilum en eyđast á flekamótum.

  flekamót: eru ţar sem úthafsfleki skríđur undir meginlands-fleka eđa eldri úthafsfleka viđ eyjaboga.

  flekaskil: eru á úthafshryggjum ţar sem ný úthafsskorpa er ađ myndast og flekana rekur frá hvorum öđrum.

  fleygsprunga: frostsprunga sem hefur fyllst af fíngerđu seti, mélu.

  flikruberg: súrt berg úr sambrćddri gjósku sem myndast hefur viđ sprengigos og gjóskuhlaup í eldskýi, [nuées ardente]; [ignimbrit]. Sjá sjá eldský og gjóskuberg.

  flotjafnvćgi: jarđskorpan leitar flotjafnvćgis ţegar hún fergist eđa farginu léttir, ([ísóstatisk] hreyfing), t.d. vegna ísaldarjökulsins.

  flóamýri: mýri í dćld ţar sem vötn og tjarnir eru smám saman ađ fyllast.

  flćđigos: öđru nafni hraungos verđa ţegar gosefnin eru nćr eingöngu hraun og lítil sem engin gjóska.

  flöguberg: skífur, myndbreytt berg sem klofnar auđveldlega í ţunnar flögur og er ţví notađ í ţakhellur o.fl. Ţađ myndast í fellingum ţegar set, einkum leir, méla og eldfjallaaska umkristallast og myndbreytist. Oftast er talađ um ţrjár gerđir flögubergs, leirskífur [slate], [phyllít] og glimmerskífur [schist] međ mestri myndbreytingu og ţess vegna stćrstum myndbreytingarsteindum.

  fokjarđvegur: ţurrlendisjarđvegur sem myndast úr vind-bornu seti, t.d. móajarđvegur.

  forkambríum: aldabilin fyrir 570 milljón árum ţ.e. alda-bilin proterosóik (frumlífsaldabil) sem spannar 570 -2500 milljón ár og archean (upphafsaldabil) sem nćr frá upphafi.

  fornlífsöld: elsta öld jarđsögunnar á phanerósóik (byrjar á kambríum og endar á perm).

  fossberi: hart berglag sem ber uppi foss og tefur rof far-vegarins.

  framandsteinn: moli úr eldra bergi í yngri bergmyndun og af öđrum uppruna. Moli úr grannbergi í storkubergs-innskoti er framandsteinn og moli úr berggrunni í yngri setbergsmyndun eru dćmi um framandsteina.

  framhlaup: sjá berghlaup.

  fređmýri: mýri ţar sem sífreri er í jörđu; [tundra].

  frjógreining: talning og greining frjókorna í gömlum set-lögum.

  frostsprungur: sprungur sem myndast í lausum jarđlögum ţegar frost fer niđur fyrir - 22°C.

  frostveđrun: grotnun og molnun bergs af völdum frosts og ţýđu.

  frostverkanir: hreyfingar á lausum jarđlögum af völdum frosta og holklaka.

  frumlífsöld: fyrirrennari fornlífsaldar. Sama og frumlífs-aldabiliđ; [proterosóik].

  frumsteindir: steindir sem kristallast á miklu dýpi í bráđinni kviku. Til ţeirra teljast allar upphaflegar steindir storkubergs.

  fumarole: sjá gufuhver.

  fyrningasvćđi á jökli: liggur ofan hjarnmarka en á jöklum falla ţau saman viđ snćlínu.


  Heimasíđa Sigríđar Friđriksdóttur
  Höfundur Sigríđur Friđriksdóttir, sisi@ismennt.is
  Jarđfrćđideild, Flensborgarskólinn í Hafnarfirđi

  síđast uppfćrt ágúst 1999

  URL: http://www.flensborg.is