Ţú ert á heimasíđu Sigríđar Friđriksdóttur / heimasíđa
/
 • Hugtakaskýringar í jarđfrćđi A-F
 • Hugtakaskýringar í jarđfrćđi G-K
 • Hugtakaskýringar í jarđfrćđi L-P
 • Hugtakaskýringar í jarđfrćđi R-Ö

  Hugtök sem byrja á L-P.

  l, m, n, o, p,

  l

  laggangur: verđur til er kvika smýgur inn á milli jarđlaga og liggur međ sama halla ţau; silla.

  lághitasvćđi: jarđhitasvćđi ţar sem hiti er undir 150°C á 1 km dýpi.

  lahar: sjá eđjustraumar.

  landeyjar: sjá óshólmar.

  landgrunn: stallur úr grunnsjávarseti međfram ströndum landa; svćđiđ milli strandlínu og landgrunnsbrúnar.

  landgrunnsbrún: brúnin ţar sem landgrunn og landgrunnshlíđ mćtast.

  landgrunnsrćtur: neđsti hluti landgrunnshlíđa, milli djúp-sjávarbotns og landgrunnshlíđa.

  landmótun: breytingar á ásýnd yfirborđs jarđar fyrir tilstilli ytri aflanna. (veđrun og rof).

  landnámslag: öskulag taliđ komiđ frá gosi í Hrafntinnu-hrauni og Vatnaöldum um 900 e.Kr.

  landrek: nú almennt notađ um tilfćrslu meginlanda vegna botnskriđs og hreyfingu jarđskorpuflekanna.

  laug: venjulega notađ um uppsprettur međ volgu jarđhitavatni.

  laus jarđlög: set sem borist hefur međ vindi, vatni eđa hruni og liggur laust á berggrunninum.

  leir: fínkornađasta setiđ međ kornastćrđ ý < 1/256 mm.

  leirhver: á háhitasvćđi ţar sem bergiđ hefur grotnađ niđur í leir vegna efnaveđrunar í súrri jarđgufunni; [solfatara].

  leirskífur: er mjög fínkorna og lítiđ eitt beltađ setberg myndađ á hafsbotni. Losnar oft upp í skífur eđa flögur; [slate].

  leirsteinn: bergtegund mynduđ úr samlímdum kornum úr leir og mél; [shale]

  leirur: (leirboriđ) svćđi sem vatn flýtur yfir, einkum á flóđi.

  lekt: eiginleiki berglaga til ađ leiđa vatn.

  lífrćnt set: set úr lífrćnum eđa ólífrćnum leifum lífvera.

  limestone: sjá kalksteinn.

  lind: uppspretta grunnvatns.

  lindakalk: kalkútfellingar ţar sem kalkríkt grunnvatn kemur upp á yfirborđ í lind og CO2 rýkur úr vatninu.

  lindá: vatnsfall sem fćr vatn sitt úr uppsprettum.

  linkol: kol sem innihalda mikiđ af rokgjörnum efnum og gefa frá sér mikinn reyk viđ bruna. Sjá kol.

  líparít: súrt gosberg.

  lithosfera: sjá berghvolf.

  loftfirrtir gerlar: loftfćlnir gerlar sem forđast óbundiđ súrefni, O2, en nýta ţađ hins vegar í bundnu formi t.d. vatni H2 O.

  loftsteinn: steinn utan úr himingeimnum sem fellur inn í ţyngdarsviđ jarđar.

  lón viđ sjó: [lagoon] eru skilin frá sjó međ malarrifi [lido].

  löss: laus jarđlög úr vindbornu ryki sem vindar blésu af aurum jökulfljóta ísaldar.

  m

  maar: sjá ker.

  magma: [erlent frćđiorđ]. Sjá kvika.

  magnetít: seguljárnsteinn, Fe 3 O 4 , (ţ.e.: (Fe 2+ Fe 2 3+ )O 4 ).

  magnituda: [erlent frćđiorđ]. Sjá skjálftastćrđ.

  malarás: setmyndun jökulár sem rennur í göngum undir stađnađri eđa hörfandi jökultungu, esker.

  malarhjalli: fornar óseyrar sem hlađist hafa upp viđ hćrri sjávarstöđu en nú er.

  malarkambur: kambur efst í fjöru úr möl og lábörđum hnullungum sem brimiđ hleđur upp; einnig nefndur sjávarkambur (fjörukambur).

  malarrif: (sandrif) myndast úr grunnsjávarseti viđ öldurót út frá eyjum eđa nesjum og loka ţau oft fjörđum ţannig ađ lón myndast.

  marbakki: skála setmyndun viđ strendur ţar sem bylgju-hreyfinga er hćtt ađ gćta.

  marmari: myndbreyttur kalksteinn, fullkomlega krist-allađur. Kornastćrđin er breytileg frá grófu yfir í fínt.

  megineldstöđ: Eldstöđ yfir kvikuţró sem gosiđ hefur mörgum sinnum á löngum tíma; virkasti hluti eldstöđvakerfis, yfirleitt 10-15 km í ţvermál; gosefnin hafa ţróast og spanna mismunandi samsetningu sem nćr oftast frá basalti til rhýólíts. Dćmi: Krafla.

  meginlandskjarni: [craton]; hluti meginlandsskorpu sem hefur veriđ stöđug og án fellingahreyfinga í meira en einn milljarđ ára. Meginlandskjarnar eru yfirleitt úr myndbreyttu bergi eđa storkubergi sem orđiđ hefur til í rótum löngu eyddra fellingafjalla. Sjá ennfremur meginlandsskjöld. [central volcano].

  meginlandsskjöldur: sá hluti hluti meginlandskjarna sem sýnilegur er á yfirborđi. Sjá ennfremur meginlands-kjarna. méla: fíngert molaberg milli leirs og sands ađ grófleika; [silt]; ý 1/16 - 1/256 mm.

  melarendur: ađgreining korna í hallandi ógrónum melum vegna frostverkana.

  melatíglar: ađgreining korna í láréttum ógrónum melum vegna frostverkana.

  Mercalli-kvarđi: kvarđi til ađ meta áhrifastig. Hann byggir á huglćgu mati á afleiđingum jarđskjálfta.

  metamorfose: sjá myndbreytt berg.

  miđhafshryggir: rekhryggur eins og Atlantshafshryggurinn.

  miđlífsöld: jarđsöguöldin sem byrjađi fyrir 245 milljónum ára og endađi fyrir um 65 milljónum ára.

  míósen: nćstsíđasti tími tertíer (stóđ fyrir 24-5,3 milljónum ára).

  misgengi: verđur ţar sem jarđlög haggast og fletir brotsins ganga á misvíxl á brotalínu. Sniđgengi verđur ef lóđréttir misgengisfletir renna fram međ hvorum öđrum. Sniđgengi geta gengiđ til hćgri eđa vinstri og heita ţá hćgra eđa vinstra sniđgengi. Siggengi verđur ţegar fleki sígur niđur međ hliđ annars fleka. Samgengi verđur á hallandi misgengisflötum ef annar barmur misgengisins gengur upp og yfir hinn.

  mislćgi: verđur ţar sem eyđa er í setlagalotu t.d. vegna rofs. Oft kemur fram hallamunur eldri og yngri jarđlaga ţar sem um mislćgi er ađ rćđa.

  móajarđvegur: ţurrlendisjarđvegur ađ mestum hluta myndađur úr áfoki.

  móberg: [palagónít]; myndast viđ ummyndun gjósku sem verđur til viđ gos undir jökli í sjó. Ummyndun á gler-inu veldur ryđrauđa litnum og myndun holufyllinga sem líma gjóskuna saman.

  móbergshryggur: myndast í sprungugosi undir jökli eđa í sjó.

  móbergskeila: myndast viđ lítiđ gos úr einum gíg undir jökli eđa í sjó.

  móbergsmyndunin: áđur notađ um bergmyndun landsins frá ţví fyrir 700 ţúsund árum til loka ísaldar.

  móbergsstapi: myndast viđ dyngjugos undir vatni. Fyrst myndast bólstraberg í flćđigosi, síđan glerkennd gjóska í sprengigosum og ađ síđustu flćđir hraun út yfir eyjuna ţegar gígurinn er kominn upp úr vatni.

  Móhó-mörk: mörk jarđskorpunnar og möttuls en ţar verđur mikil hrađaaukning á jarđskjálftabylgjum. Mörkin liggja á 10 km dýpi undir úthafsskorpu en á 20 - 40 km dýpi undir meginlandsskorpu.

  molaberg: setberg gert úr bergmylsnu.

  mold: fíngerđasti, oft leirborinn, hluti lausra jarđlaga. Í gróđurmold eru ennfremur rotnandi leifar plantna, dýra og örvera.

  mór: verđur til í mýrum ţar sem gerlar og gersveppir éta upp súrefni og hindra ţannig rotnun plöntuleifanna.

  myndbreytt berg: verđur til ţegar berg, storkuberg eđa setberg, umkristallast viđ mikinn ţrýsting og hátt hitastig djúpt í jörđu einkum í rótum fellingafjalla; [metamorfose: myndbreyting].

  myndlausar steindir: notađ um steindir sem ekki sýna kristöllun eins og t.d. ópall; [amorf].

  mýri: myndast í grónu landi ţar sem grunnvatnsstađa er svo há ađ hún fellur saman viđ yfirborđiđ.

  möndluberg: storkuberg sem upphaflega hefur veriđ blöđrótt en blöđrurnar hafa fyllst af holufyllingum.

  möttull jarđar: um 2.500 km ţykkt lag milli kjarna jarđar og jarđskorpu; talinn vera úr Fe, Si, Mg, og O. (fe-sí-ma).

  n

  natrínfeldspat: Na-ríkir plagíóklasar.

  neđansjávarhryggur: hryggur sem stendur upp af hafs-botni, ýmist dauđur eđa virkur rekhryggur.

  nútími: núverandi tími jarđsögunnar. (byrjađi fyrir 10 ţúsund árum).

  nýlífsöld: síđasta öld jarđsögunnar (byrjađi fyrir 65 milljónum ára).

  o

  óđal megineldstöđvar: nćr til ţeirra jarđlaga umhverfis eldstöđina ţar sem halli jarđlaga sýnir áhrif frá upphleđslu hennar.

  ólígósen: ţriđji tími tertíertímabilsins og sá síđasti í fyrri hluta ţess tímabils, paleógen.

  olíugildra: gropin jarđlög undir ţéttum ógegndrćpum jarđlögum ţar sem olía króast inni, ýmist undir andhverfum, viđ saltstólpa eđa viđ misgengi.

  olíulind: vanalega borhola ţar sem olíu er dćlt úr olíugildrum.

  ólívín: hópur Mg og Fe auđugra silíkatsteinda.

  onyx: kvarsafbrigđi vanalega myndlaus [amorf] en međ greinilegum röndum í brotsári.

  ópall: kvarssteind međ vatni í kristalgrindinni. ordóvísíum: nćstelsta tímabil fornlífsaldar (505-438 milljón ár).

  órógenesis: fellingahreyfing; fellingafjallamyndun. (Úr grísku órós: fjall og genesis: myndun).

  ortóklas: K-ríkur feldspat.

  óshólmar: setmyndun viđ ármynni fljóta myndast einkum ţar sem ekki gćtir sjávarfalla og ár bera mikinn framburđ til strandar.

  p

  paleósen: fyrsti tími tertíer.

  pegmatít: grófkristallađ granít oft í tengslum viđ granítinnskot.

  perlusteinn, perlít: glerkennt afbrigđi rýólíts (hrafntinnu), líklega myndađur viđ gos undir vatni.

  perlusteinsgúll: myndast undir jökli eins og hraungúlar en jökulvatniđ hefur ekki náđ ađ skola glersallanum burt af ţeim yngstu og eru ţeir ţví kallađir perlusteinsgúlar.

  perm: síđasta tímabil fornlífsaldar (286-245 milljón ár). Nafniđ er dregiđ af nafni hérađs austur undir Úral-fjöllum í Rússlandi.

  phyllít: [erlent frćđiorđ]. Sjá flöguberg.

  plagíóklas: syrpa Na- og Ca-feldspata.

  pleistósen: fyrri tími af tveimur tímum kvartertímabils. (fyrir 1,8 milljón - 10 ţús. árum).

  plíósen: seinasti tími tertíertímabilsins (fyrir5,3 - 1,8 milljón árum).

  plötumót: sjá flekamót.

  plötuskil: sjá flekaskil.

  plötukenning: sjá flekakenning.

  postglacial: tíminn eftir ísöld, hólósen.

  pýrít: sjá brennisteinskís.

  pýroxen: Ca-, Mg-, Fe-auđug silíkatsteind, algengt afbrigđi er ágít.


  Heimasíđa Sigríđar Friđriksdóttur
  Höfundur Sigríđur Friđriksdóttir, sisi@ismennt.is
  Jarđfrćđideild, Flensborgarskólinn í Hafnarfirđi

  síđast uppfćrt ágúst 1999

  URL: http://www.flensborg.is