Jarðskjálftar
http://rvik.ismennt.is/~thholt/webjardskjalftar.htm
eftir

Þorstein Hjartarson

Kynning - Verkefni - Bjargir - Ferli - Mat - Niðurstaða

 

Kynning

Kæru nemendur í 9. - 10. bekk!

Þetta webquest-verkefni fjallar um jarðskjálfta. Í því þurfið þið að kynna ykkur jarðskjálfta á Internetinu og standa fyrir kynningu í skólanum fyrir yngri nemendur og foreldra. Kynningin þarf að vera munnleg og á veggspjöldum. Þá er æskilegt að þið hannið vefsíður um sama efni þar sem fram kemur m.a. hvernig við þeim á að bregðast. Ef vel tekst til getur jarðskjálftavefsíðan orðið hluti af skólavefnum okkar.


Verkefni

Verkefnið gengur út á:

að taka saman stutt yfirlit yfir helstu einkenni og áhrif jarðskjálfta á náttúruna og samfélag mannsins. Taka þarf a.m.k. eitt dæmi um stóran jarðskjálfta á Íslandi eða í útlöndum sem kynntur er á veggspjaldi og vefsíðu. Æskilegt er að efnistök séu sjálfstæð því hægt er að nálgast viðfangsefnið frá ýmsum sjónarhornum. Það er hægt að flétta trúarbrögð inn í verkefnið, framtíðarpælingar og margt fleira.


Bjargir

1. http://www.islandia.is/hamfarir/jardfraedilegt/jardskjalftar/
Slóðin leiðir ykkur inná jarðskjálftavef Islandia þar sem m.a. er fjallað um trúarbrögð og jarðskjálfta, jarðskjálftamælingar, skemmdir í jarðskjálftum o.fl.
2.
http://hraun.vedur.is/ja/viku/1997/vika_35/ Slóðin leiðir ykkur að upplýsingum um helstu jarðskjálfta hér á landi í 35. viku árið 1997. Einnig er hægt að skoða fleira um jarðskjálfta á þessum vef sem er hluti af vef Veðurstofu Íslands.

3. http://www.islandia.is/hamfarir/felagsleg/langvarandiahrif.html
Félagsleg- og langvarandi áhrif jarðskjálfta.

4. http://www.islandia.is/hamfarir/felagsleg/felagslegaradstaedur.html
Félagslegar aðstæður og náttúruhamfarir.

5. http://www.seismo.unr.edu/htdocs/info.html
Þessi vefur er á ensku og fjallar um jarðskjálfta í Bandaríkjunum, Japan og víðar.

6. http://www.geophys.washington.edu/SEIS/fingerquake.html
Hér er m.a. að finna yfirlit yfir nýlega jarðskjálfta í Bandaríkjunum (enskur texti).

7. http://www.seismo.unr.edu/ftp/pub/louie/class/100/effects-kobe.html
Þarna fær jarskjálftin í Kobe í Japan góða úttekt í máli og myndum (enskur texti).

[Yfirlit]


Ferli

1. Þetta er hópverkefni þar sem fjórir til fimm eru í hverjum vinnuhópi. Kennari raðar nemendum í hópa og skipar hópstjóra.
2. Hópurinn skiptir með sér verkum, þannig að hver nemandi skoði afmarkaða þætti.
3. M.a. þarf að skoða þær Internet-krækjur sem eru í flokknum "Bjargir". Einnig er rétt að líta í þær bækur sem nemendur hafa aðgang að. Í símaskránni er t.d. að finna upplýsingar um almennar ráðstafanir ef hættuástand skapast í náttúruhamförum. Gott er að glósa þegar krækjur eru skoðaðar og/eða vista góðan texta yfir á heimatölvuna. Þá er hægt að vista myndefni sem hæfir verkefninu.
4. Í lokin takið þið saman glósur og annað efni sem hópurinn hefur viðað að sér. Vinnið svo saman að gerð veggspjalda og vefsíðu - og skipuleggið munnlega kynningu; annars vegar fyrir yngri nemendur og hins vegar fyrir foreldra.

[Yfirlit]


Ráðleggingar:

Gott er að hafa eftirfarandi spurningar í huga:
Af hverju hefur mannkynið óttast jarðskjálfta í aldanna rás?
Fjalla trúarbrögð og þjóðsögur um jarðskjálfta?
Hvað eru jarðskjálftabylgjur?
Hver eru helstu hugtök jarðskjálftafræða?
Hver geta áhrif jarðskjálfta verið á yfirborð jarðar?
Hver eru áhrif jarðskjálfta á börn og fullorðna og samfélög þeirra?
Gætir áhrifa jarðskjálfta í hafinu?
Hvar á jörðinni verða oft harðir jarðskjálftar?
Hvað er hægt að læra af jarðskjálftum?
Á hvaða landsvæðum hér á landi er mesta jarðskjálftavirknin?
Hvernig er hægt að skýra það að Ísland er eyja mikilla eldsumbrota og náttúruhamfara?
Hafa jarðskjálftar andleg og félagsleg áhrif á fólk?
Af hverju eru það einkum prestar sem sinna áfallahjálp í kjölfar jarðskjálfta og annarra náttúruhamfara.
Hver sér um skráningu og mælingu jarðskjálfta á Íslandi? Er hægt að nálgast þær upplýsingar á Internetinu?
Kynnið ykkur afleiðingar stórra jarðskjálta hér á landi og í útlöndum.
Skoðið hvaðeina sem vekur athygli ykkar í jarðskjálftafræðum og gefið því rúm í kynningunni.

[Yfirlit]


Mat

Þetta er hópverkefni. Mat á kynningu og samantekt jarðskjálftaverkefnisins tekur mið af frágangi, skipulagi, skýrleika, mynd- og heimildanotkun, efnistökum, frumleika og framsetningu. Það á jafnt við hina munnlegu kynningu sem og veggspjöld og vefsíðu.


Niðurstaða

Ýmislegt er hægt að læra um jarðskjálfta, jarðskjálftafræði, stofnanir sem sinna jarðskjálftarannsóknum, samspil manns og náttúru, námsmöguleika Internetsins á ýmsum fræðasviðum og þau miklu áhrif sem náttúruhamfarir geta haft á menn og skepnur. Jarðskjálftar eru ógnandi náttúrufyrirbæri sem getur drepið á dyr hjá hverjum sem er án fyrirvara. Því hefur það hagnýtt gildi að skoða fyrirbærið vel og kynna það fyrir öðru fólki.

Seinast uppfært 21. apríl 1998

[Yfirlit]