Uppeldi og menntun - Tímariti Kennaraháskóla Íslands, 5. árg. 1996:9-28.

AĐ GREINA   MOZART FRÁ  MENDELSSOHN
Myndun hugtaka  um stíl í tónlist *

Úrdráttur


Sálfrćđikenningar um myndun illa afmarkađra hugtaka (sambćrilegra viđ stíla í tónlist) gera ýmist ráđ fyrir ađ slík hugtök byggist á sérteknum einkennum eđa á dćmum sem lögđ hafa veriđ á minniđ. Međ illa afmörkuđum hugtökum er átt viđ ađ frá sérhverri flokkunarvísbendingu séu fjölmargar undantekningar. Hér er sagt frá áhrifum ţess á hćfni framhaldsskólanema til ađ greina stíltegundir í tónlist ađ sundurgreina stíleinkenni eftir fjórum eiginleikum tónlistar (slagi, hendingaskipan, ţykkt tónvefjar og hljómferli) í samanburđi viđ árangur dćmanáms eingöngu. Einnig var kannađ hver ţessara fjögurra eiginleika hefđi mest áhrif á stílflokkun nemendanna. Nemendum í tónmenntaráföngum Fjölbrautaskólans í Breiđholti (N=88) var skipt í tvo hópa. Báđir hópar lćrđu ađ flokka ţjálfunardćmi sem stíl A (kassískan) eđa stíl B (rómantískan). Fékk annar hópurinn (einkennahópurinn) leiđbeiningar um fyrrnefnd dćmigerđ stíleinkenni međ hluta ţjálfunardćmanna, en hinn hópurinn (dćmahópurinn) varđ ađ álykta um eiginleika hvors stíls á grundvelli heildaráhrifa af tóndćmunum. Meginniđurstöđur voru ţćr ađ framhaldsskólanemar gćtu ađ jafnađi nýtt sér upplýsingar um dćmigerđ stíleinkenni, ţrátt fyrir tíđar undantekningar dćma frá hverju einstöku sérkenni. Ţó fundust merki ţess ađ upplýsingar um dćmigerđ stíleinkenni yllu ruglingi vegna óskýrleika hugtakanna. Nemendur byggđu stílflokkun sína mest á ţykkt tónvefsins, hljómferli var ţeim einnig mikilvćg vísbending en eiginleikar slags og hendingaskipunar höfđu miklu minni áhrif. Breytileiki tónvefs eftir stíl var jafnframt eina einkenniđ sem nemendur sértóku af sjálfsdáđum, byggt á reynslu ţeirra af tóndćmunum og upplýsingum um flokkun ţeirra. Ađ lokum er fjallađ um hvađ leggja ţarf sérstaka áherslu á í stílkennslu miđađ viđ ţessar niđurstöđur.

_____________
* Rannsóknin sem greinin byggist á var styrkt af Vísindasjóđi Íslands, hug- og félagsvísindadeild. Höfundur vill ţakka ţeim sjö tónfrćđingum sem lögđu mat á eiginleika tóndćmanna, sér í lagi Snorra Sigfúsi Birgissyni sem veitti ómetanlega ađstođ viđ val dćmanna. Einnig eiga ţakkir skildar nemendur í tónmenntaráföngum Fjölbrautaskólans í Breiđholti á vorönn 1995, sem af samviskusemi flokkuđu sömu 17 tóndćmin 16 sinnum án vitundar um hinn dularfulla tilgang. Loks er umsagnarađilum á vegum ritstjórnar og ónefndum tónlistarkennurum ţakkađar gagnlegar ábendingar.


Ađrar greinar

Til baka á forsíđu