Vegagerð í Hegranesi 1978

Vegagerðin vék úr vegi álaganna

 

Morgunblaðið, 22. ágúst 1997

egagerð ríkisins hætti við að sprengja niður blindhæð á nýjum vegi í Hegranesi í Skagafirði árið 1978 eftir misheppnaðar samningaumleitanir við öfl úr öðrum heimi um að fá að sprengja klöpp í svonefndu Tröllaskarði. Bannhelgi hvílir yfir Tröllaskarði og eftir viðvörun frá huldufólki og látnum bændum um hefnd, ef sprengt yrði, héldu yfirmenn í Vegagerðinni á fund Hafsteins Björnssonar miðils og reyndu að semja um veginn í sátt og samlyndi við hin duldu öfl.

Valdimar Tr. Hafstein þjóðfræðingur hefur safnað gögnum um þetta mál sem hann kallar "furðulegasta og stórfelldasta umstang sem um getur vegna árekstra við álagablett." Jafnvel verkstjóri við framkvæmdirnar varð að gefa draumveru loforð um að ekki yrði sprengt.Vegagerðin hætti við sprengingarnir, m.a. í þeirri trú að huldufólkið héldi hlífiskildi yfir vegfarendum við Tröllaskarð í Hegranesi.

 

Morgunblaðið 22. ágúst 1997.

Vegagerð á miðilsfundi vegna meints álagabletts í Hegranesi Látnir bændur, huldufólk, draumverur og önnur dulin öfl lögðust gegn vegaframkvæmdum í Tröllaskarði við Hegranes &endash; af gögnum Valdimars Tr. Hafstein þjóðfræðings að dæma. Gunnar Hersveinn sá eins og í skuggsjá samningaumleitanir Vegagerðarinnar við annan heim á fundi með Hafsteini miðli árið 1977.

Trú á byggð huldufólks hefur loðað við Hegranes í Skagafirði og þar eru álagablettir eins og víða í íslenskri náttúru. Álfatrú og trú á hulin öfl í náttúrunni er ekki fölsk heldur reist á því að fólk hefur "fundið fyrir einhverju" og Valdimar Tr. Hafstein þjóðfræðingur, sem hefur undanfarin ár skráð reynslu fólks af álagablettum og bústöðum, efast ekki um heilindi viðmælenda sinna.

Tröllaskarð í Hegranesi vafðist fyrir vegagerðarmönnum fyrir um það bil 20 árum og leiddi það til einhvers furðulegasta og stórfelldasta umstangs sem um getur vegna árekstra við álagablett. Valdimar telur að náttúrusýn Íslendinga felist í að landið sé lifandi og álfatrúin mótist af virðingu fyrir landinu og að ekki skuli brjóta gegn bannhelgi. Hann telur atburðina í Hegranesi einstaka og að þeir sýni samningaumleitanir manna við ósýnileg öfl.

Í atburðarásinni tvinnast saman með óvenjulegum hætti skyggni miðilsfundir, draumfarir og slys vegna verklegra framkvæmda, og allt vegna þess að kona nokkur, Gríma að nafni, lagði álög á Tröllaskarð sökum deilna við prest einhvern tímann á 15. eða 16. öld.

Miðilsfundur Hafsteins

Hin óvenjulega saga hófst með miðilsfundi Hafsteins Björnsonar á Sauðárkróki, sem Erla Einarsdóttir sat, með setningu að handan sem hljómar svo: "Hvað er að frétta af Tröllaskarði?" Hún kom af fjöllum en frétti síðar að þar ætti að leggja nýjan veg. Erla er gift Gísla Felixsyni, rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Sauðárkróki, sem upplýsti hana um að verið væri að mæla fyrir veginum. Hún fór aftur á fund Hafsteins miðils næsta kvöld og sagði handanheimsstjórnandanum að nú vissi hún um Tröllaskarðið.

Rúnki hét stjórnandinn að handan sem starfaði "í gegnum" Hafstein, eins og sagt er. Hann tilkynnti Erlu að álög Grímu hvíldu á Tröllaskarði og að dánir væru á móti því að klöppin yrði sprengd. Hefnd fylgdi því. Erla Einarsdóttir fékk þau tilmæli að koma þessum skilaboðum áfram til Vegagerðarinnar, sem hún gerði.

Skyggn kona fær skilaboð

Framkvæmdir á veginum hófust en Tröllaskarðið var síðasti spottinn sem átti að vinna. Handanheimurinn hófst samt strax handa. Rekstrarstjórinn Gísli Felixson fékk heimsókn ungs bónda á skrifstofuna sem bar skilaboð frá skyggnri móður sinni. Hún hafði skynjað skartbúinn mann með hund sem varað mjög við að sprengt yrði fyrir vegarstæðinu. Konan, sem búsett var á Ísafirði, þekkti ekki málið en talaði við son sinn íHegranesi og hann við Gísla.

Samningafundir í gegnum miðla

Vegagerðarmenn hikuðu við þessi tíðindi en bæði á miðilsfundinum og hjáhuldumanninum kom fram að hefndin yrði í réttu hlutfalli við spjöllin.Ákveðið var að leita liðsinnis Hafsteins miðils og fór Jón Birgir Jónsson, yfirmaður framkvæmdadeildar, Eymundur Runólfsson starfsmaður hennar, Hákon Sigtryggson, hönnuður vegarins, Gísli Felixson og Erla Einarsdóttir, kona hans, á fund hans.

Sennilega hafa fá fyrirtæki á Íslandi staðið í jafnalvarlegum samningaumleitum á Íslandi við handanheimsöfl, en viðleitnin sýnir, eins og Valdimar Hafstein hefur bent á, respekt fyrir steinum.

Hafsteinn miðill var trúverðugur og framliðnir kunningjar töluðu við

vegagerðarmennina með hjálp Rúnka. Væntanlegum framkvæmdum í Tröllaskarði voru gerð greinargóð skil á fundinum og eftir hann vildu vegargerðarmennirnir virða bannhelgina. Hönnuðurinn var samt ekk búinn að gefa upp alla von og gat fengið samstarfsmenn sína til að æskja leyfis huldumanna og Grímu fyrir nokkrum sprengingum svo blindhæðin í Tröllaskarði yrði ökumönnum ekki afleit.

Vegagerðarmennirnir höfðu ekki verulegar áhyggjur af huldufólkinu, þv þaðer almennilegt fólk sem flytur sig um set fái það tíma til. Hins vegar llu

álögin og bannhelgin meiri kvíða og annar fundur var haldinn.

 

Gríma reyndist aftur á móti vera stödd í miðurgóðum biðheimi sökum illsku sinnar og Rúnki stjórnandi fékk það hlutverk að hafa upp á henni og spyrja hvort vegagerðarmennirnir mættu sprengja eitthvað niður í skarðið fyrirveginum. Árangur handanheimsmannsins var aldrei upplýstur því Hafsteinn

miðill andaðist áður en árið var liðið.

 

En málið féll ekki niður. Ógnin lifði og vegavinnumenn í Hegranesi töldu óráð að sprengja. Bannhelgin stóð enn í huga manna og eina leiðin að finna nýjan milligöngumann. Leitað var til tveggja kvenna, önnur var skmiðill. Fundir voru ekki haldnir að sprengja en loks var tekin ákvörðun um að hætta við allar sprengingar.

Draumfarir gegn sprengingum

Ákveðið var að vegurinn yrði lagður yfir aðra klöppina í Tröllaskarði.Huldufólk virtist samt enn ekki treysta mannfólkinu og Alfreð Jónsson verkstjóra dreymdi tvisvar fólk úr huldum heimum. Í seinna skiptið var hann staddur í Tröllaskarði og fannst maður koma á móti honum og brjótaftur. Maðurinn vildi fá loforð um að klöppin yrði ekki sprengd. "Hann bara

lá ofan á mér. En um leið og ég var búinn að lofa því sleppti hann," segir

Alfreð. Hann segir að þetta hafi legið svo þungt á sér á tímabili að hann hafi verið að hugsa um að afhenda Gísla Felixsyni verkið aftur. En allir lögðust á eitt að vinna engin spjöll á umhverfinu og Alfreð gætti þess að ekkert færi úrskeiðis.

Framkvæmdir truflaðar

Í veglínunni neðar í brekkunni við Tröllaskarð var nokkuð stór klöpp. Húnvar of há og reiknað með að hún yrði brotin niður með splunkunýjum Caterpillar D6. Ýtan gafst hins vegar upp eftir að hafa rekið ripperinn

nokkrum sinnum í klöppina.

 

Skipt var um varahluti í ýtunni og hún gerð klár á nýjan leik. Ýtumaðurinn setur í gang og allt er í góðu lagi þangað til hann keyrir að klöppinni. Tannarhornið snertir klöppina og allt virðist fara í mask í mótornum með ærandi hljóðum. Ýtumaðurinn stekkur dauðskelkaður út. Ýtan var flutt á Krókinn á verkstæði en þar gekk hún að sjálfsögðu eins og klukka. Ýtan kom ekki aftur og leið drjúgur tími þangað til önnur ýta fékkst og gekk þá verkið eins og í sögu og nærtækasta skýringin var að huldufólkið hefði fengið tækifæri til að flytja búferlum.

Blindhæðin í Tröllaskarði

Það var vegagerðarmönnum ekki sársaukalaust að gera blindhæð á nýjan veg og svo mikla að tvö akreinamerki skipta henni sitt hvorum megin við hæsta hjallann, og ekki ástæðulaust að leita sátta við hulin öfl um sprengingar.

En þarna er hún.

Gísli Felixson segir aftur á móti að þarna hafi ekki orðið nein alvarleg umferðaróhöpp, enda kom fram á miðilsfundunum að ekki þyrfti að óttast óhöpp fengi klöppin í Tröllaskarði að vera í friði.

Valdimar Tr. Hafstein, sem safnaði upplýsingum um þetta mál, segir að enn í dag sé það trú margra að huldufólkið og jafnvel hin vafasama Gríma haldi hlífiskildi yfir vegafarendum við Tröllaskarð í Hegranesi. Valdimar birtir málið í Skagfirðingabók (25. árg., 1997).

Niðurstaða

Hegranesmálið eins og vegagerðarmennirnir kölluðu vandann í Tröllaskarði er merkilegt vegna þess að áminningar um bannhelgina koma úr fjórum áttum. Frá framliðnum á miðilsfundi, frá huldumanni sem birtist skyggnri konu, frá draumveru og loks hulduveru sem stöðvar ýtu. Einnig vekur athygli að virðingin fyrir náttúrunni og óttinn við hið óskiljanlega vegur þyngra en hagsmunir mannanna og Vegagerðarmenn hlusta á rödd sem annaðhvort berst að handan eða frá hinum lifandi landi nema hvorttveggja sé.