Vísur stundum eignaðar álfum:

 

Sá eg suður til eyja,

sá eg þar ljós á lampa,

ljúfan mann á leiki

í línskyrtu hvítri;

hafði hár fyrir augum

og hvern annan vænleik meiri;

þeim einum mundi eg manni

mín til í huga segja.

 

 

Sýn smalastúlkunnar

Kom ég upp í Kvíslarskarð,

kátleg stúlkan fyrir mér varð;

fögur var hún og fríð að sjá,

fallega leizt mér hana á.

 

Blátt var pils á baugalín,

blóðrauð líka svuntan fín,

lifrauð treyja, lindi grænn,

líka skautafaldur vænn.

 

Ekki hafði eg af henni tak,

undir sat hún sínum sal;

opið stóð þar bergið blátt,

beint var það í hálfa gátt.

 

Kópur aldrei kjafti hélt,

kátlegt hafði urr og gelt;

sauðir höfðu sig af stað;

seimaskorðin gáði að.

 

Laukaskorðin leit þá við,

lengur hafði hún ei bið,

inn í steininn arka vann,

aftur luktist sjálfur hann.

 

 

Álfkona kveður til Galdra-Leifa

 

Þorleifur minn, minn

mér lízt á hag þinn.

Komdu á kvöldin

kátur í fjörðinn.

Þig glaðan þar finn;

þreyttu ekki klárinn.

Annað kvöld sveitt svinn

segir þig minn, minn.

 

Álfkonan og mennski maðurinn

Eg er úr

álfa löndum,

en þú maður

úr miðhluta-heimi.

 

Þá haustar hér

og herðir að vetri,

þá vorar þar

vanda eftir.

 

Þá hér er sjór

með syrpulátum,

þá er þar himinn

með heiði og skýjum.