Vísur Fiðlu-Bjarnar

 

Þessar vísur heyrði Fiðlu- Björn kveðnar í kletti:

 

Mér verður fuglsins dæmi,

er fjaðralaus kúrir,

skríður skjótt að skjóli,

skundar veðrum undan,

týnir söng og sundi,

sína gleðina fellir.

Svo kveður mann hver, þá mornar,

mæddr í raunum sínum.

 

Mér verður skipsins dæmi,

er skorðulaust hvílir,

eitt við æginn kalda,

engan stað fær góðan;

rísa bárur brattar,

í briminu illa þrymur.

Svo kveður mann hver, þá mornar,

mæddr í raunum sínum.

 

Mér verður hússins dæmi,

í hallri brekku stendur:

Búið er brátt muni falla,

bresta til og lestast.

svigna súlu fornar

en salviður bognar.

Svo kveður mann hver, þá mornar,

mæddr í raunum sínum.

 

Mér verður hörpunnar dæmi,

þeirrar er á vegg hvolfir

stjórnarlaus og strengja,

stillarinn er frá fallinn;

fellr á sót og sorti,

saknar manns úr ranni.

Svo kveður mann hver, þá mornar,

mæddr í raunum sínum.