Illagil

Jakobína Johnson

Ekki er mér um Illagil og ógresið þar.

Hætt var ég komin - hætt var ég komin.

- Hrímgrá þokan var.

 

Í hólnum fyrir handan huldukona bjó.

Fræði fögur kunni, - fræði fögur kunni.

- Forvitni mig dró.

 

Lagði ég á gilið, þó liðið væri' á kvöld.

Komst o´ní kjarrið, - komst o´ní kjarrið.

- Koldimm luktust tjöld.

 

Fann ég kalda fingur fálma mér um háls.

Kápunni týndi - kápunni týndi.

Komst þó burtu frjáls.

 

Ekki er mér um Illagil, þó allt virðist hljótt.

Setið er um mig - setið er um mig,

þá syrta fer af nótt.