Ljúflingsljóð

 

Barn huldukonunnar og stúlkunnar grætur og verður ekki huggað. Þá er komið á gluggann og kveðið.

 

I.

Sofi, sofi sonur minn!

sefur selur í sjó,

svanur á báru,

már í hólmi,

manngi þig svæfir,

þorskur í djúpi.

Sofðu, eg unni þér.

 

Kýr á bási,

kálfur í garða,

hjörtur á heiði,

en í hafi fiskar,

mús undir steini,

maðkur í jörðu,

ormur í urðu.

Sofðu eg unni þér.

 

Bjór hjá vötnum,

í björgum skarfur,

refur í hreysi,

reyr í tjörnum,

álft á ísi,

önd í bökkum,

otur í gljúfrum.

Sofðu, eg unni þér.

 

Seið á flúðum,

en í sundu murtur,

björn í híði

með breiða hramma,

vargur í viði

en í vatni gedda,

áll í veisu.

Sofðu, eg unni þér.

 

II.

Nú hef eg svæfðan

son þinn, kona,

ljúfling okkar

í litlu bragði,

alinn til elli

allan í hvílu,

heill hann veri,

en hálfan á eg.

 

Heill hann vakni

og horskr að mörgu,

ör og auðugur

almanna vinur,

gjarn góðra verka,

guðs fulltrúi,

hóflyndur við hvern

og hollur veslingum.

 

Skurðhafur við skip,

skjóti manna bezt,

upphár að eikum

þar er aldin glymur,

tafls fulltrúi,

tíður hörpusláttur,

vakur á velli

vinur höfðingja.

 

Ljúfur, heill,

lög segjandi,

svinnr um saktal,

sýn bókamál,

réttr í skyldum,

ríkmennum þekkr.

 

III.

Ger gagn, ef þú mátt,

grönnum þínum,

grát ei, son minn,

hvað gerist á þingum,

fámálugur vert

þó fífl geipi,

orðsending haf ei

um ætlan þína,

fréttu að mörgu,

fátt þó segðu.

 

Varastu geiplur

þar er virðar drekka,

vertu vinur vina,

varastu pretti,

bjóð aumum hús,

hungruðum gef mat,

hús og heimili

þeim er hafa þurfa.

 

Þigg þú af engum

nema þegar launir

sá er vinur flesltra,

er sig varar glöggvasrt.

 

Sporna við illu,

spar í umgengni,

oft eyðist fé

þeim er ei varir;

gef ei til fjölda,

þó þú farir víða,

fremstr af öllum

þeim er framir heita.

 

IV.

Enn eru vísur,

ef viljið hlýða

þér og heyra

þátt hinn fjórða.

Klæjar mér tungan,

ef kveða skal lengur;

þess mun þörf vera,

meðan þegja aðrir.

 

Víða liggja vatnsgötur,

vindr er torrænastru,

öl er annar maður,

eldrinn viðinn fuðrar,

sæt er syndaást,

svipul sjávar gjöf,

létt falla lostverk,

langr er konungs morgunn.

 

Örn er ófælnastur,

aldur er misjafnastur,

vit er vinsælast,

vænstr er litur gæfa,

vindr er veðra galli,

valr er hvatfleygastlur,

glaður glöggskyggnastur,

guð er beztur allra.

 

Hirðum um háð eigi,

höfum Péturs vinti,

það veitir lið lítið,

ljótu að svara hrópi;

fyrirgefum gjarnan

grimmar bakslettur.

öll mun einn dæma

orðin hin sögðu.

 

 

V.

 

Veri nú öllum

vinum Ámunda

líf léttara,

sem læra kvæðið.

Hljóti þeir allir

sem hlýtt hafa,

góðar heillir

af guði sjálfum.