Formálar þegar álfum er boðið heim á nýársnótt

Komi þeir, sem koma vilja,

veri þeir, sem vera vilja,

fari þeir, sem fara vilja,

mér og mínum að meinalausu.

 

Stígum fastar á fjöl,

spörum ekki skó;

guð má ráða,

hvar við dönsum önnur jól.

 

 

Nú er kátt í hverjum hól,

hátt nú allir kveði

hinstu nótt um heilög jól,

höldum álfagleði.

Fagurt er rökkrið við ramman vætta söng

syngjum dátt og dönsum því nóttin er svo löng.