Ævintýri Skónálar-Bjarna

 

Skónálar-Bjarni í selinu svaf,

segja vil eg þér nokkuð þar af:

kom til hans álfkona fögur og fríð,

fegri sá hann enga um lífs tíð.

 

Blátt var pils, en beltið vænt,

bundið um enni silkiband grænt,

skautafald háan, hvítan sem ull,

á hendinni þríbrotið var gull.

 

Sokkarnir voru rauðir sem rós,

rétt voru lærin fögur sem ljós,

hofmannastaðurinn hærður svo vel

sem hnakki á sólþurrum kópsel.

 

Allt eins og naðran hann að henni lék,

endaði svo þeirra limanna brek,

af honum tána í skilnað hún skar,

skauzt hún í burtu og fór þar.