Brot úr þulu

Theodora Thoroddsen

 

"Gekk ég upp á hólinn,

horfði ég niður í dalinn,"

leit ég yfir laut og mó,

lóan upp af hreiðri fló,

upp í gljúfrum gall við hó,

gegndi berg og seiminn dró.

Hóar um nóttu huldubæjarsmalinn.

Á rændu greni refurinn gó,

í reiði brýndi hann tönn og kló,

harmurinn gegnum hjartað smó,

hefndir sór að vetri.

Sauðnum verður sagan ekki betri.