LOFTSTEINAR

eftir

Önnu Eiríksdóttur og Sólrúnu G. Rafnsdóttur

Kynning Verkefni| Bjargir | Ferli | Mat | Niðurstaða

Kynning

Þú ert geimvísindamaður sem ert að fara til tunglsins. Á leið þinni þangað sérðu furðulegt fyrirbæri sem þig langar til að kanna nánar. Þetta fyrirbæri var lofsteinn en þeir ferðast um geiminn á fleygiferð. Enginn ræður ferð þeirra og ef þeir eru stórir geta þeir komist inn fyrir lofthjúp jarðar. Þetta gerðist t.d. fyrir 65 milljónum ára og er talið að sá lofsteinn hafi drepið allar risaeðlurnar og næstum útrýmt öllu lífi á jörðinni.

Hefur þú séð loftstein?????


Verkefni

Þið eruð geimvísindamenn sem eru nýkomnir heim frá tunglinu. Margir fréttamenn vilja fá ykkur í viðtal og samþykktuð þið að fara í sjónvarpsviðtal hjá stöð 2. Til að segja margt fróðlegt um loftsteina í viðtalinu verðið þið að undirbúa ykkur vel. Þið skrifið niður ýmsar upplýsingar og sýnið myndir. Þið semjið spurningar og svör sem hægt er að nota í viðtalinu. Hafið eftirfarandi spurningar í huga þegar þið undirbúið viðtalið.

 Hvað er lofsteinn ?

 Geta loftsteinar haft áhrif á jörðina ?

 Eru til margar tegundir af loftsteinum ?

 Hafa fundist lofsteinar á jörðinni ?

 Hvernig líta lofsteinar út ?

 Er hægt að sjá lofstein frá jörðinni ?

 Hafa loftsteinar haft skaðleg áhrif á líf á jörðinni ?

 Ef lofteinar falla til jarðar, skiptir þá máli hvar þeir lenda ?


Bjargir

http://bang.lanl.gov/solarsys/eng/meteor.htm#intro - kynnig og gerðir lofsteina

http://www.meteorite.ch/whatare.htm - hvað er lofsteinn?

http://www.sciam.com/explorations/1998/011998asteroid/ - skiptir máli hvar lofsteinar lenda ef þeir falla til jarðar? Hvaða áhrif geta þeir haft?

http://cass.jsc.nasa.gov/pub/publications/slidesets/impacts.html - ummerki um lofsteina.

http://www.ucmp.berkeley.edu/diapsids/extinctheory.html - Drap loftseinn risaeðlurnar?

http://www.arachnaut.org/meteor/photos.html - myndasafn

http://www.mhmeteorites.com/index2.html

 

 


Ferli

Verkefnið byggist á því að setja upp og undirbúa viðtal sem fréttamenn stöðvar 2 taka við geimvísindamennina. Nemendur leita upplýsinga um sitt verkefni og búa til spurningar og svör fyrir viðtalið. Þegar allir eru síðan búnir með sitt verkefni, setja nemendur upp viðtal sem þeir leika sjálfir. Mikilvægt er að allir taki þátt í verkefninu og ef of fá hlutverk eru í boði er hægt að láta einhverja leika geimverur frá Mars eða eitthvað þvíumlíkt. Hugmyndaflugið á að vera ríkjandi.

 1. Nemendum er skipt í hópa. 4-5 í hóp
 2. Hver hópur hefur sitt hlutverk:

   skrifa texta sem inniheldur upplýsingar um loftsteina

   skrifa texta um áhrif lofsteina á jörðina

   skrifa texta um það hvernig risaeðlurnar dóu út

   teiknar myndasögu um loftstein sem fellur til jarðar

   safna myndum af vefnum og setja þær á glærur

 3. Hver hópur finnur upplýsingar um sitt verkefni á vefnum og býr svo til spurningar og svör eða myndir sem hægt er að nota í fréttaviðtali við geimvísindamennina.
 4. Nemendur setja síðan upp fréttaþátt sem þeir annaðhvort taka upp á vídeó eða sýna foreldrum á skemmtikvöldi.

Mikilvægt er að allir hafi einhverju hlutverki að gegna við uppsetningu fréttaþáttarins og er það undir kennurunm komið að setja þetta skemmtilega fram.

 

 


Mat

Verkefnið verður metið eftir þátttöku nemenda og skiptir heildarútkoman mestu máli því verkefnið verður aðallega metið sem hópverkefni. Kennarinn horfir á framsetningu fréttaviðtalsins og dæmir út frá:

 samvinnu

 skipulagi

 þátttöku

 framsetningu

 innihaldi efnis

 

Niðurstaða

Þegar verkefninu er lokið ættu nemendur að vera búnir að fræðast mikið um lofsteina og hvaða áhrif þeir geta haft á jörðina. Nemendur hugsa vonandi meira um það að ýmislegt leynist þarna úti. Takmarkinu með þessu verkefni er náð ef nemendur hafa haft gaman af verkefninu og ef þeir horfa oftar upp til himins í von um að sjá eitthvað annað en stjörnur, jafnvel lofstein.


 

Seinast uppfært 26.11.1998.

 

Anna Eiríksdóttir http://www.khi.is/~khi7185/heima.htm

Sólrún G. Rafnsdóttir http://www.khi.is/~khi7178/heima.htm