Sýn listamanna á bernskuna

eftir

Svölu Jónsdóttur

Kynning | Verkefni| Bjargir | Ferli | Mat | Niðurstaða

Kynning

Þetta verkefni er ætlað nemendum mínum sem stunda nám við Kennaraháskóla Íslands, leikskólaskor.

Eins og þið vitið eftir lestur ykkar um uppeldiskenningar hafa hugmyndir manna um bernskuna breyst mikið í aldanna rás. Fróðlegt er að skoða hvernig listamenn túlka barnið í verkum sínum og segir það okkur oft ýmislegt um það tímabil sem verkið er unnið á.

Verkefni ykkar er fólgið í því að skoða listaverk þar sem barn/börn koma fyrir. Þið eigið að lýsa þeirri ímynd sem ykkur finnst listamaðurinn gefa af barninu. Einnig teiknið þið sjálf mynd af barni/börnum þar sem þið setjið fram ykkar ímynd af barnæskunni.

efst á síðu


Verkefni

Verkefnið er þríþætt:

efst á síðu

Bjargir

Vefslóð sýningarinnar British Art & Origins of Modern Childhood, 1730-1830." er
http://www.uampfa.berkeley.edu/exhibits/newchild/famguide1.html.
Þar finnið þið listaverk af börnum og spurningar tengdar þeim.

Í leit ykkar af íslenskum listaverkum má benda á að skoða: Listaverkabækur, skyggnuflokka, póstkort , sýningar í listasöfnum og gallerýum, styttur viðsvegar um borgina, listaverk í heimahúsum og í opinberum stofnunum, leita á Netinu og skoða Íslenska menningarnetið.

efst á síðu


Ferli

Þið eigið að vinna verkefnið einstaklingslega og verður hverjum þætti lýst hér aðeins nánar. Að lokum verður úrlausnum nemenda bætt inn á vefsíðuna og höfum við þá safnað í svolítinn gagnabanka.

Mat

Mat: Metin verður þátttaka í verkefninu.


Niðurstaða

Niðurstaða: Í þessu verkefni fá nemendur tækifæri til að skoða myndlist með það í huga hvernig hún endurspeglar þann tíma sem hún er unnin í.

Nemendur sjá dæmi um safnakennslu þ.e. hvernig safn reynir að stuðla að því að börnin skoði vel verkin og vekur þau til umhugsunar um ákveðið tímabil.

Nemendur fá smjörþef af íslenskri myndlist með því að skoða, leita að og velja listaverk eftir ýmsa listamenn. Einnig fá þeir tækifæri til að túlka myndverk annarra.

Nemendur velta fyrir sér eigin hugmyndum um barnið og tjá það í mynd. Þeir spreyta sig á því að finna leiðir til að vekja aðra til umhugsunar með því að semja spurningar við myndir sínar.

efst á síðu


Seinast uppfært 20. maí1998. Aftur á aðalsíðu

Samið af Svölu Jónsdóttur, sett á vefsíðu af Salvöru Gissurardóttur

Salvör Gissurardóttir þýddi þetta snið frá The Webquest Page.