Hvalir - Keiko

eftir

Margréti Elínu Guðmundsdóttur

Kynning| Verkefni| Bjargir | Ferli | Mat | Niðurstaða

Kynning

Hvaða dýr er á myndinni? Kennari sýnir nemendum mynd af Keiko. Stutt umræða í bekknum um hvali almennt. Hvað vitum við um hvali? Hvar lifa þeir? Eru til margar hvalategundir í heiminum.

Hver er Keiko?

Þið eigið að vinna verkefni um hvali, búa til bækling og vefsíðu um Keiko.


Verkefni

Hugmynd að verkefni fyrir 9-10 ára nemendur. Verkefnið er fólgið í því að fá svör við spurningum sem vakna í kynningarumræðunni og í verkefnavinnunni sjálfri. Nemendur eiga að safna upplýsingum saman um hvali og kynna verkefnið.

Hver nemendi á að semja ljóð eða sögu um hval.


Bjargir

Kennari finnur aðgengilegar krækjur á vefnum fyrir þennan aldur og bækur með aðstoð bókasafnskennara.

Nokkrar krækjur um hvali og Keiko:

Mynd af Keiko

Sjóferdir Arnars - hvalaskoðun

Myndir af Keiko

Ferðalag Keikos


Ferli

Hóparnir eru fimm.

Hafið þetta í huga þegar þið vinnið verkefnið:

Skoðið efni á vefnum og í bókum. Munið eftir að skrá hjá ykkur og safna saman öllum mikilvægum upplýsingum sem þið rekist á og prentið þær út. Þið eigið að safna textanum saman frá öllum hópum og búa til bækling um hvali.

Vefsíðan á að vera sameiginlegt verkefni allra hópanna.

Nemendur eiga að kynna verkefni sitt á foreldraskemmtun og þá er fyrihugað að opna vefsíðuna.


Mat

Þetta er hópverkefni. Kennari gefur einkunn fyrir frammistöðu og frumkvæði hópsins. Virkini einstaklinga innan hópsins og samvinna verður metin sérstaklega.


Niðurstaða

Nú hafið þið lært heilmikið um hvali og einnig hvernig á að setja upp vefsíðu. Þið hafið líka fengið aðstoð við að finna upplýsingar á Internetinu. Gangi ykkur vel.


Seinast uppfært 28. apríl 1998. Aftur á aðalsíðu

Salvör Gissurardóttir þýddi þetta snið frá The Webquest Page.