Knattkol

Lokaverkefni í JAR252

Menntaskólinn við Hamrahlíð
Kennari: George Douglas


Til eru þrjár gerðir ef hreinu kolefni (C). Í fyrsta lagi demantur (sem myndar netkristal) og í öðru lagi grafít (sem myndar blaðkristal). Kristallar þessara gerða teygja stærð sína út í það óendanlega (þannig að í rauninni eru þeir ekki 100% hreinir, á endum kristallanna hljóta að hafa sest einhver aðskotaatóm). Þriðja gerðin var fundin fyrir tilviljun árið 1985 sem aukaafurð á tilraunastofu við það að grafít var látið gufa upp við hitan frá leisergeisla. Þessi gerð er kúlulaga sameind, sem aðeins er gerð úr kolefni því það myndar lokað hvel sem er endalegt að stærð. Sameindin er einnig hol að innan. Þannig að ljóst er að sameindin er mjög áhugaverð. Auðvelt er að átta sig á byggingu þessarar sameindar ef það er borið saman við fótbolta.© Hrafnkell Eiríksson 1995.

hkelle@ismennt.is