Náms- og kennslufræði
Valnámskeið: Náms- og kennslufræði

3. kennslubréf / viðbótarefni:
Fjölgreindarkenningin: Yfirlitstafla

1. kafli The Foundations of the Theory of Multiple Intelligences

Tafla 1.1 bls 6

Greindarkenning Gardner - yfirlit

Þýðing: Erla Kristjánsdóttir

Greindarsvið

Kjarnaþættir

Táknkerfi

Frábær árangur

Málgreind

Næmi fyrir hljóðum, gerð, merkingu og hlutverkum orða og tungumáls

Hljóðfræði mál (t.d. enska, íslenska)

Rithöfundar, ræðusnillingar (t.d. Virginia Woolf, Martin Luther King

Rök- og stærðfræðigreind

Næmi fyrir og hæfileiki til að átta sig á röklegum og tölulegum mynstrum; hæfileiki til að fást við langar rökleiðslur

Tölvumál (t.d. Pascal)

Vísindamenn, stærðfræðingar (t.d. Marie Curie, Blaise Pascal)

Rýmisgreind

Hæfni til að skynja hinn sýnilega rýmisheim nákvæmlega og til að ummynda fyrstu skynjun

Myndmál (t.d. kínverska)

Listamenn, arkitektar (t.d. Frida Kahlo, I.M. Pei)

Hreyfigreind

Hæfni til að hafa stjórn á eigin líkama og til að handleika hluti, beita verkfærum

Táknmál, blindraletur

Íþróttamenn, dansarar, myndhöggvarar (t.d. Jesse Owens, Martha Graham, Auguste Rodin)

Tónlistargreind

Hæfni til að framleiða og meta að verðleikum takt, tónhæð, tónblæ; að meta form tónlistartjáningar

Nótur, Morse stafrófið

Tónskáld, flytjendur (t.d. Stevie Wonder, Midori)

Samskiptagreind

Hæfni til að átta sig á og bregðast rétt við hugarástandi, skapgerð, áhuga og óskum annarra

Félagslegar vísbendingar, látbragð, fas, svipbrigði

Ráðgjafar, stjórnmálaleiðtogar (t.d. Carl Rogers, Nelson Mandela)

Sjálfsþekkinargreind

Aðgangur að eigin tilfinningalífi og hæfni til að greina á milli tilfinninga sinna; þekking á eigin veikleika og styrkleika

Tákn um sjálfið, draumar, listaverk

Sálkönnuðir, trúarleiðtogar (t.d. Sigmund Freud, Buddha)

1. kafli The Foundations of the Theory of Multiple Intelligences

Erla Kristjánsdóttir

Tafla 1.1 bls 7

Greindarkenning Gardner - yfirlit

Greindarsvið

Taugafræðileg kerfi

(frumsvæði)

Þroskaþættir

Leiðir sem menningin metur mikils

Málgreind

Vinstri gagnaugageiri

og ennisgeiri

"Brýst út" í frumbernsku og helst öflugt til elliára

Munnlegar sagnir, að segja sögur, bókmenntir o.fl.

Rök- og stærðfræðigreind

Vinstri hvirfilsgeiri, hægra heilahvel

Nær hámarki á unglingsárum og fyrstu fullorðinsárum; skilningi á æðri stærðfræði hnignar eftir fertugt

Vísindalegar uppgötvanir, stærðfræðikenningar, bókhalds-og flokkunarkerfi o.fl.

Rýmisgreind

Aftara svæði hægra heilahvels

Grannfræðileg hugsun yngri barna víkur fyrir evklíðiskri rúmfræði um 9-10 ára aldur; listrænt auga helst öflugt til elliára

Listræn vinna, siglingafræðikerfi, byggingarlist, uppfinningar/hugvit o.fl.

Hreyfigreind

Litli heili, taugahnoða, hreyfi heilabörkur

Mismunandi eftir þáttum (styrkur, sveigjanleiki) eða sviðum (fimleikar, hafnarbolti, látbragðsleikur)

Handverk, íþróttir, leiklist, dans, höggmyndir o.fl.

Tónlistargreind

Hægri gagnaugageiri

Þroskast fyrst af greindarsviðunum; einstakir afreksmenn ganga oft í gegnum þroskakreppur

Tónsmíðar, flutningur, hljómblötur, upptökur o.fl.

Samskiptagreind

Ennisgeiri, gagnaugageiri (sérstaklega hægra heilahvel), randkerfi

Tilfinningatengsl sem myndast á fyrstu þremur mánuðum ævinnar skipta afar miklu máli

Stjórnmálaskjöl, félaglegar stofnanir o.fl

Sjálfsþekkingargreind

Ennisgeiri, hvirfilsgeiri, randkerfi

Myndun tengsla milli sjálfs og annarra á fyrstu þremur mánuðum ævinnar skiptir sköpum

Trúarkerfi, sálfræðikenningar, manndómsvígslur o..fl.

1. kafli The Foundations of the Theory of Multiple Intelligences

Erla Kristjánsdóttir

Tafla 1.1 bls 8

Greindarkenning Gardner - yfirlit

Greindarsvið

Þróunarlegur uppruni

Er til staðar hjá öðrum tegundum

Sögulegir þættir

(sem skipta máli fyrir U.S.A. eftir 1990)

Málgreind

Skráð táknkerfi fundin um 30.000 ár gömul

Hæfni apa til að gefa hlutum nafn

Munnleg geymd var mikilvægari fyrir daga prentlistarinnar

Rök-og stærðfræðigreind

Fyrstu talnakerfi og tímatöl fundin

Býflugur reikna út fjarlægð með dansi sínum

Mikilvægara vegna áhrifa tölvuvæðingarinnar

Rýmisgreind

Hellaristur

Eðlisávísun margra tegunda varðandi yfirráðasvæði

Mikilvægara með tilkomu myndbanda og annarar nýsitækni

Hreyfigreind

Minjar um fyrstu verkfæri

Primatar, mauraætur og önnur dýr nota verkfæri

Var mikilvægara á dögum jarðræktar

Tónlistargreind

Minjar um hljóðfæri frá steinöld

Fuglasöngur

Var mikilvægara fyrir daga prentlistarinnar þegar tjáskipti tengdust meira tónlist

Samskiptagreind

Hópar sem lifðu í samfélagi vegna veiða og söfnunar

Móðurtengsl hjá prímötum og öðrum tegundum

Mikilvægt í vaxandi þjónustu hagkerfi

Sjálfsþekkingargreind

Fyrstu minjar um trúarlíf

Simpansi getur bent á sig í spegli; apar upplifa hræðslu

Heldur áfram að vera mikilvægt í sífellt flóknara samfélagi sem krefst hæfni til að taka ákvarðanir