Athafna- og frumkvöðlamennt
Norrænt samstarfsverkefni 1997-2000
Markmið
Þátttakendur
Ráðstefnur Fundagerðir
Krækjusafn
Fréttamolar
Vangaveltur
Innlegg
Myndir
 
 
Skandinavisk
 
 
Norræn vefsíða
 

Árið 1997 hleypti Norræna ráðherranefndin af stokkunum norrænu samstarfsverkefni sem miðar að því að efla frumkvæðisanda og athafnasemi ungmenna á grunn- og framhaldsskólastigi. Verkefnið sem ber yfirskriftina "Entreprenörskap som utdanningsmal for ungdom", stendur yfir í fjögur ár, 1997 - 2000.

Bakgrunnur verkefnisins er þörfin fyrir að fleira fólk taki virkan þátt í að skapa atvinnutækifæri og láti til sín taka í stóru og smáu til umbóta í nánasta umhverfi sínu. Öll Norðurlöndin hafa að undanförnu verið að endurskoða skólakerfi sín og er í öllum löndunum lögð ríkari áhersla en nokkru sinni fyrr á mikilvægi þess að búa nemendum aðstæður til að þroska með sér skapandi hæfileika, frumkvæði og athafnasemi. Þetta kemur glögglega fram í aðalnámskrám landanna, m.a. í nýjum aðalnámskrám fyrir íslenska grunn- og framhaldsskóla. Í norræna frumkvöðlaverkefninu er því lögð áhersla á samstarf um þróun kennsluaðferða og námsaðstæðna sem hæfa þessum markmiðum og þess vænst að afrakstur verkefnisins nýtist til eflingar nýsköpunar og frumkvöðlahugsunar almennt í skólakerfum allra Norðurlanda.
39 grunn- og framhaldsskólar taka þátt í verkefninu. Þeir mynda samtals 10 tengslanet eða samstarfshópa og spannar samstarfið aldurshópa frá 6-20 ára. Lögð er áhersla á að þátttakendur nýti nútíma upplýsingatækni í samstarfi sínu. Á þessari heimasíðu er að finna ýmsar upplýsingar sem tengjast framkvæmd verkefnisins hérlendis og frumkvöðlamennt almennt. Af síðunni er greið leið að upplýsingum um verkefnið í heild á aðalsíðu verkefnisins (slóðin), starfið í hverju landi fyrir sig á heimasíðum viðkomandi landa (sjá fána). Á heimasíðu hvers lands er svo að finna krækjur inn á heimasíður einstakra þátttökuskóla. Fulltrúi Íslands í norræna stýrihóp verkefnisins er Kristrún Ísaksdóttir .
 
 Umsjónarmaður vefsíðu er Gísli Þorsteinsson lektor, KHÍ
Netfang:abc@khi.is