[Til baka]

Aðalnámskrá grunnskóla

Áfangamarkmið í íslensku við lok 7. bekkjar

Á miðstigi grunnskóla skal leggja mikla áherslu á heildstætt nám í íslensku og fjölbreytileg viðfangsefni sem ná til allra námsþátta íslensku, í samræmi við þroska og áhuga nemenda. Áfangamarkmiðin gefa til kynna hvaða megináherslur skal leggja í náminu, en þau eru nánar útfærð í þrepamarkmiðunum. Mikils er um vert að vekja áhuga nemenda á móðurmálinu og bókmenntum. 

Leggja skal áherslu á fjölbreytta lestrarþjálfun og bókmenntakynningu. Sumir nemendur á þessum aldri þurfa mikla þjálfun í lestri til að ná viðunandi árangri, bæði hvað varðar lesskilning og leshraða. Veita skal sérstaka athygli þeim nemendum sem af einhverjum ástæðum eiga í lestrarerfiðleikum og örva þá í lestri með margháttuðum verkefnum, t.d. með hljóðbókum, margmiðlunarefni, kennsluforritum og léttlestrarefni. Mikilvægt er að gott samstarf sé við foreldra um slíka þjálfun. 

Í þessum áfanga á að kosta kapps um að tengja bókmenntakynningu við aðra þætti móðurmálskennslunnar á markvissan hátt. Í því felst m.a. að nemendur fái þjálfun í mismunandi lestri með því að lesa suma bókmenntatextana af nákvæmni en aðra hraðar; fái þjálfun í munnlegri tjáningu með því að lesa ljóð og aðra stutta texta upphátt, endursegi texta munnlega, fari með ljóð sem þeir hafa lært, syngi og taki þátt í leikrænum flutningi texta. Einnig eiga nemendur að þjálfast í ritun með því að reyna að skrifa texta af svipaðri gerð og þeir lesa, bæði með því að endursegja stuttar frásagnir skriflega og með því að semja sjálfir texta. Nemendur eiga að notfæra sér grundvallarhugtök í málfræði í umræðu um texta, svo sem hugtök á borð við staðhæfingu, spurningu, skipun, langar og stuttar málsgreinar, og gera sér grein fyrir mikilvægi þess hvaða orð er valið, t.d. þegar völ er á nokkrum samheitum. 

Gerðar eru skýrar kröfur til nemenda um frágang verkefna í rituðu máli, bæði handskrifað með persónulegri rithönd og með aðstoð tölvu- og upplýsingatækni. Nemendur þurfa að eiga greiðan aðgang að margvíslegum gögnum til upplýsingaöflunar, bæði á skólasafni, í fjölmiðlum og á Netinu. Einnig er æskilegt að nemendur afli upplýsinga utan veggja skólans, vinni úr þeim og miðli með margvíslegum hætti. 

Við lok 7. námsárs á nemandi að

Lestur

  Talað mál og framsögn   Hlustun og áhorf   Ritun   Bókmenntir   Málfræði [Til baka]

EAN 1999