[Til baka]

Aðalnámskrá grunnskóla
Íslenska fyrir heyrnarlausa

 

Áfangamarkmið í íslensku fyrir heyrnarlausa við lok 4. bekkjar

Á þessu skólastigi er lagður grunnur að íslenskukennslu og lestrarnámi heyrnarlausra nemenda.

Nemendur kynnast bókmenntum af ýmsu tagi, þjóðsögum, ævintýrum, goðsögnum, stuttum sögum, skopsögum, vísum og ljóðum með upplestri sem er þýddur yfir á táknmál fyrir þau, ef til vill á myndbandabók.

Nemendur vinna með þessar bókmenntir fyrst á táknmáli. Markmiðið er að þeir geti endursagt á táknmáli og svarað spurningum um innihald og læri vísur og ljóð sem hafa verið þýdd á táknmál. Einnig er leikræn tjáning mikið notuð. Á þessu stigi er þeim jafnframt gerð grein fyrir grunninum að táknmálsmálfræði sem hentar þessum aldurshópi, t.d. hugtökunum táknmálsrammi, hlé, próform og staðsetning.

Síðan er þessi bókmenntatexti notaður í íslenskukennslunni og lestrarnáminu þar sem nemendur þjálfast í því að þýða íslenskan texta yfir á táknmál. Þeir bera saman íslenskar setningar og táknmálssetningar og læra þannig að aðgreina málin og öðlast skilning á því að hægt er að tjá það sama á íslensku og á táknmáli. Á sama tíma æfast þeir í því að skrifa niður endursagnir og eigin frásagnir og byrja að lesa einfalda texta.

Við lok 4. námsárs á nemandi að

Lestur

  Tjáning, umræður, rökræður og endursögn   Áhorf Ritun   Bókmenntir   Málfræði  
[Til baka]

EAN 1999