[Til baka]

Aðalnámskrá grunnskóla

Áfangamarkmið í táknmáli við lok 4. bekkjar

Börn á þessum aldri eiga í daglegu lífi að hafa náð þeirri færni að eiga samskipti við alla aldurshópa, geta skilið og tjáð sig. Markmiðið er að nemendur þjálfist í að nota málið við mismunandi aðstæður. Þá öðlast þeir færni í að tileinka sér ólík málsnið sem eykur vald þeirra og öryggi bæði í tjáningu og skilningi. Byggð er upp grunnþekking nemendanna í að átta sig á mismunandi mállýskum.

Táknmál og íslenska eru aðskilin mál og lögð er áhersla á notkun táknmáls í samskiptum við aðra. Þannig öðlast nemendur þá þekkingu frá samfélaginu sem er einstaklingnum nauðsynleg til að þroska félagslega hæfni.

Til að nemandinn nái að þroska jákvæða sjálfsmynd þarf að hann kynnast táknmáli og máli á ýmsu formi, í samskiptum, leiklist og myndformi. Sú upplifun veitir honum tækifæri til að skapa eigin texta og tækifæri til að tjá eigin hugsanir og tilfinningar.
 

Við lok 4. námsárs á nemandi að

Munnleg samhæfing   Tungumála- og menningarþekking   Bókmenntir og textagerð  
[Til baka]

EAN 1999