[Til baka]

Aðalnámskrá grunnskóla

Áfangamarkmið í táknmáli við lok 7. bekkjar

Nemendur fái á þessum aldri þjálfun í að nota táknmál við úrlausn vandamála, upplifa gleði og sorg í gegnum málið í starfi og leik með öðrum. Nemendur eiga að þroska með sér virka hlustun og tjáningu með flutningi á málinu við mismunandi aðstæður. Þeir kynnast því hvernig munnlegur flutningur getur verið mismunandi eftir menningu og einstaklingum. Þeir eiga að upplifa drama og leiklist sem ákveðið tjáningarform til að tjá það sem þeim býr í brjósti. Nemendur eiga að öðlast ákveðna þekkingu á því hvernig málið tengist eigin menningu þeirra. Þeir eiga að kanna hvernig menning þeirra er upp byggð og læra að þekkja og nota hugtök þessu tengd og fá þjálfun í að nota málið við formlegar aðstæður. Nemendur eiga að öðlast þekkingu á því hvernig táknmál og rituð íslenska vinna saman, þ.e. hvernig hægt er að þýða táknmál yfir á ritað mál og öfugt. Þeir fá þjálfun í að nýta tækni í þess konar þýðingarvinnu. Nemendur eiga að þroska eigin sjálfsmynd í gegnum táknmálið og menningu sína. Það gera þeir einnig með því að kynnast heyrnarlausum annars staðar á Norðurlöndum, máli þeirra og menningu. Nemendur eiga að kynnast bókmenntum, ljóðum og frásögnum á táknmáli. Það gefur þeim tækifæri til að kynnast ákveðinni lestækni og lestri sér til ánægju, bæði á íslensku og táknmáli.
 
 

Við lok 7. námsárs á nemandi að

Munnleg samhæfing   Tungumála- og menningarþekking   Bókmenntir og textagerð  
[Til baka]

EAN 1999