[Til baka]

Aðalnámskrá grunnskóla

Áfangamarkmið í táknmáli við lok 10. bekkjar

Nemendur á unglingastigi eiga að geta notað málið af öryggi, bæði venjulegan texta í daglegum samskiptum ásamt texta í bundnu máli og formlegu. Þeir eiga að geta tekið þátt í samskiptum við ýmsar aðstæður og rætt um ýmis málefni af öryggi og þroska með sér sjálfstæði í hugsun og skoðunum. Nemendur eiga að þroska hlustun og tjáningu og geta tekið ábyrgð á framvindu þess ferlis ásamt því að gefa öðrum tækifæri á að njóta eigin tjáningar. Nemendur eiga að þroska áfram eigin munnlega menningararfleifð. Einnig eiga þeir að kynnast þeirri tækni að nota skriflegan texta í flutningi á sviði og kynnast því hvernig hægt er að nota leiklist til að gæða texta nýju lífi. Nemendur eiga að öðlast innsýn í sögu táknmáls og uppbyggingu þess, bæði í gegnum nám á kenningum og með eigin notkun á málinu. Þeir eiga að hafa öðlast þekkingu á málfræði og uppbyggingu táknmálsins.

Nemendur eiga að vita hvað það þýðir að vera heyrnarlaus einstaklingur ásamt því að vera meðlimur í samfélaginu. Þeir eiga að læra að nota táknmál og ritaða íslensku samhliða og átta sig á mikilvægi þessara tengsla í samfélaginu og hvernig þessi mál fléttast saman í lífi þeirra. Þeir eiga að ná ákveðinni færni í að nálgast upplýsingar, t.d. úr myndböndum á táknmáli, greinum, upplýsingum á tölvutæku formi og með fleiri leiðum og geta metið og tekið á móti upplýsingum með gagnrýnu hugarfari og sjálfstæðri hugsun. Nemendur eiga að átta sig á hvernig bókmenntir geta gefið vitneskju og þekkingu sem eykur þroska þeirra og víðsýni ásamt því að veita ánægju. Nemendur eiga að ná ákveðinni færni í tjáningu á táknmáli frá því að hugmynd fæðist og þar til hún er komin í endanlegt form í flutningi.
 

Við lok 10. námsárs á nemandi að

Munnleg samhæfing   Tungumála- og menningarþekking   Bókmenntir og textagerð  
[Til baka]

EAN 1999