[Til baka]

Aðalnámskrá grunnskóla

Áfangamarkmið í skólasundi við lok 4. bekkjar

Í 1.-2. bekk skal leggja megináherslu á aðlögun barnsins að vatninu í leik og með æfingum í leik. Mikilvægt er að nemendur fái jákvæða upplifun í kennslustundum og njóti þess að sækja sundtíma. Börn, sem eru að hefja sundnám í 1. bekk grunnskóla, hafa fengið mismunandi sundkennslu eða sundaðlögun. Hafa þarf í huga að börn geta ekki hreyft sig í vatni á sama hátt og í almennri íþróttakennslu. Í íþróttasalnum endurtaka börn m.a. hreyfingar sem þau hafa gert í einhverjum mæli síðastliðin 6 ár og eru því nokkuð fær í helstu grunnhreyfingum. Í sundnáminu á ekki hið sama við þar sem _fast land er ekki undir fótum" og reynsla margra barna af sundiðkun ekki mikil. Einhver fjöldi barna sækir árleg sundnámskeið sem boðið er upp á í sveitarfélögum eða hefur sótt ungbarnasund. Þau hafa því vanist reglulegri sundiðkun í lengri eða skemmri tíma með foreldrum sínum. Það er því mikilvægt að sjá þessum nemendum fyrir verkefni við hæfi með vel útfærðri áætlun og kennslu. Í 3.-4. bekk skal stefnt að áframhaldandi uppbyggingu sundnáms frá fyrstu tveimur skólaárum en auka áherslu á grunnhreyfingar sundtaka í bringusundi og skriðsundi.

Skynþroski Hreyfiþroski
Nemandi á að hafa

Líkamsþroski Fagurþroski
Nemandi á að hafa Félagsþroski TilfinningaþroskiSiðgæðisþroski
Nemandi á að hafa Vitsmunaþroski
Nemandi á að hafa

Dæmi um útfærslu námsmats í skólasundi

við áfangamarkmið 4. Bekkjar

Skynþroski Hreyfiþroski
Líkamsþroski Fagurþroski

Æskilegt er að við uppbyggingu og framsetningu námsmats sé tekið mið af settum markmiðum. Eftirfarandi atriði eru sett fram sem hugmynd að samþættu námsmati í sundkennslu:

Hugmynd að framsetningu á námsmati: ( ) Mjög gott
( ) Gott
( ) Þarfnast frekari þjálfunar


Félagsþroski TilfinningaþroskiSiðgæðisþroski

Mat kennara á samskiptafærni hvers nemanda:

Hvernig hefur nemanda vegnað í samskiptum við aðra í sundtímum í vetur? ( ) Mjög vel
( ) Vel
( ) Hvorki vel né illa
( ) Illa
( ) Mjög illa
Hvernig hefur nemanda tekist að fara eftir fyrirmælum í kennslustundum í vetur? ( ) Mjög vel
( ) Vel
( ) Hvorki vel né illa
( ) Illa
( ) Mjög illa
Vitsmunaþroski
Sjá dæmi um námsmat í skólaíþróttum
 
[Til baka]

EAN 1999