Áfangamarkmið við lok 10. bekkjar
í lífsleikni Sjálfsþekking, samskipti, sköpun
og lífsstíll Nemandi á að
vera meðvitaður um þátt tilfinninga í öllum
samskiptum
gera sér grein fyrir gildi og verðmæti jákvæðs
áreitis
gera sér grein fyrir hugsanlegum áhrifum og afleiðingum
misbeitingar og neikvæðra áreita fyrir þolanda
gera sér grein fyrir merkingu hugtakanna kyn, kynferði og kynhlutverk
og hvaða hlutverki þau þjóna í kynímynd
og kynupplifun einstaklinga
vera meðvitaður um margvísleg reglukerfi sem gilda í
samskiptum einstaklinga og í umhverfinu
vera fær um að hafa jafnrétti að leiðarljósi
í samskiptum
geta tjáð og rökrætt hugsanir sínar, skoðanir,
tilfinningar og væntingar til að komast að sameiginlegri
niðurstöðu
sýna sjálfsaga og sjálfstraust í margvíslegum
samskiptum í daglegu lífi, til að mynda í persónulegum
og ópersónulegum samskiptum, samskiptum við jafningja,
foreldra, kennara og aðra
vera meðvitaður um hlutverk fjölskyldunnar
í mótun viðhorfa, þroska og lífsgilda barna
við að annast andlegar, líkamlegar og efnislegar þarfir
þeirra og öryggi
vera fær um að beita gagnrýninni hugsun
í samskiptum
í skapandi starfi
við að setja sér markmið og taka ákvarðanir
skilja gildi þess að rækta frumkvæði sitt og
sköpunargáfu á eigin forsendum
geta sett sér markmið og framtíðaráætlun
til að stefna að
vera meðvitaður um samhengi hirðusemi og hollra lífsvenja
við að ráða við álag, streitu og kröfur
í dagsins önn
læra að vega og meta áhrif fyrirmynda og staðalmynda
í mótun eigin ímyndar og lífsstíls
Samfélag, umhverfi, náttúra
og menning Nemandi á að
hafa unnið úr upplýsingum um námsleiðir í
framhaldsskólum með tilliti til áhuga og framtíðaráforma
hvað varðar störf og atvinnutækifæri
vita af hættum samfara neyslu ávana- og fíkniefna og
misnotkun á lyfjum sem notuð eru til lækninga
átta sig á nauðsyn þess að sýna örugga
og ábyrga hegðun í umferðinni í samhengi við
umferðaröryggi annarra
þekkja helstu samninga og samþykktir um mannréttindi
sýna sjálfstæði í að njóta menningar
og lista til lífsfyllingar og til að dýpka skilning á
sjálfum sér og öðrum
hafa skilning á hugtakinu sjálfbær þróun
og þýðingu þess í að viðhalda vistfræðilegu
jafnvægi
þekkja helstu stofnanir samfélagsins sem starfa að almannaheill
og hlutverk þeirra
hafa þekkingu á umhverfi sínu til að geta aflað
sér nauðsynlegra upplýsinga í daglegu lífi
vera fær um að meta réttmæti áróðurs
hafa vitneskju um réttindi sín og skyldur sem neytandi
geti metið eigin tekjur og útgjöld og rekstur heimilis