Lífsleikni í grunnskóla

EFNISYFIRLIT 
FORMÁLI
Samkvæmt lögum og ýmsum skuldbindingum íslenska ríkisins, innlendum og erlendum, ber íslenskum menntayfirvöldumað veita börnum og ungmennum ýmsa fræðslu sem stendur utan hefðbundinna námsgreina. Má þar nefna 26. grein mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna, barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, 10. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, 117. grein umferðarlaga, 14. grein laga um tóbaksvarnir og Ríóyfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna í umhverfismálum frá 1992.

Lífsleikni er ný námsgrein í íslenskum grunnskólum og er henni meðal annars ætlað að auðvelda skólum að verða við áðurgreindum kröfum á heildstæðan hátt. Einnig að koma til móts við kröfur um aukið uppeldishlutverk skóla.

Samkvæmt viðmiðunarstundaskrá skal vera að lágmarki ein kennslustund í greininni á viku frá og með 4. bekk til loka grunnskóla. Þar fyrir utan er það val stjórnenda skóla hvort þeir nýta sér þann möguleika að bæta við kennslustundum í lífsleikni.

Þó að greinin fái fyrst fasta tímaúthlutun í 4. bekk í viðmiðunarstundaskrá þýðir það ekki að kennsla í lífsleikni hefjist í 4. bekk. Það er miklu fremur til marks um að nám yngstu barnanna einkennist af kennsluháttum sem má skilgreina sem lífsleikninám en í 4. bekk verður kennslan oft greinabundnari og því er talið nauðsynlegt að festa tíma á viðmiðunarstundaskrá til að sinna þessum mikilvæga þætti í skólastarfinu.
 

INNGANGUR
Námsgreinin lífsleikni á að efla alhliða þroska nemandans. Það felur m.a. í sér að nemendinn geri sér far um að rækta með sér andleg verðmæti, líkamlegt heilbrigði og sálrænan styrk. Hann efli félagsþroska sinn, siðvit og virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. Auk þess verður leitast við að styrkja áræði hans, frumkvæði, eðlislæga sköpunargáfu og aðlögunarhæfni til að takast á við kröfur og áskoranir í daglegu lífi.

Áherslur í lífsleikni undirstrika þá staðreynd að skólinn er vinnustaður nemenda þar sem verðmætt uppeldi fer fram. Frumábyrgð á uppeldi barna hlýtur þó ávallt að vera í höndum foreldra/forráðamanna þeirra. Skólinn aðstoðar foreldra í uppeldishlutverkinu og er menntun og velferð nemenda því sameiginlegt verkefni heimila og skóla. Samstarfið þarf að byggjast á gagnkvæmri virðingu, gagnkvæmu trausti og samábyrgð.

Eitt af áhersluatriðum lífsleikni er að skólinn skapi nemendum jákvætt og öruggt námsumhverfi sem einkennist af stuðningi og samvinnu allra sem starfa í skólanum, nemenda og starfsfólks. Góður skólabragur þar sem gerðar eru raunhæfar kröfur og væntingar til nemenda auðveldar þeim að ná settum markmiðum í námi.

Með því að gera lífsleikni að sérstakri námsgrein er verið að svara kalli nútímans um að búa nemandann betur undir það að takast á við lífið. Til þess þarf hann að vinna með sjálfan sig, bera virðingu fyrir sjálfum sér og þekkja sterkar og veikar hliðar sínar.

Lífsleikni gefur dýrmæt tækifæri til þess að efla félagsþroska nemenda. Fengist er við þætti sem tengjast því að vera þátttakandi í lýðræðislegu þjóðfélagi, tilheyra fjölskyldu, eiga vini og félaga, vinna með öðrum og setja sig í spor annarra. Í námsgreininni er horft á nemandann í heild, færni til samskipta, tjáningar og þess að færa rök fyrir máli sínu, setja sér markmið, sýna frumkvæði, rata um umhverfi sitt, varast hættur og geta bjargað sér. Jafnframt þarf að rækta hæfileika til sköpunar og verklegrar færni. Námsgreinin lífsleikni gefur skólum einnig tækifæri til að fjalla um mál sem upp kunna að koma hverju sinni og snerta líðan og velferð nemenda.

Nám og kennsla
Námsgreinin lífsleikni á að stuðla að því að byggja upp alhliða þroska nemandans til þess að hann geti betur tekist á við kröfur og áskoranir daglegs lífs. Lífsleikni er heiti margra námsþátta sem auðveldar kennurum að feta mismunandi leiðir að settum markmiðum. Meðal annars eru námsþættir sem eiga að auka sjálfsþekkingu nemandans, aðstoða hann við að móta sér ábyrgan lífsstíl og lífsgildi, finna sér fótfestu og tilgang í lífinu og rækta með sér færni til að byggja upp og viðhalda innihaldsríkum samskiptum við aðra. Útfærsla lífsleikni í aðalnámskrá hvílir annars vegar á viðfangsefnum þar sem sjálfsþekking, þroski og mannrækt einstaklinga er í brennidepli og hins vegar á viðfangsefnum þar sem ytri þættir daglegs lífs eru í fyrirrúmi.

Fyrri viðfangsefnin eru kjarni greinarinnar. Þar er miðað að aukinni sjálfsþekkingu, þroska og mannrækt. Þessum viðfangsefnum hefur verið gefið heitið sjálfsþekking, samskipti, sköpun og lífsstíll. Þau fela í sér markmið mannræktar og sjálfsþekkingar og auk þess markmið sem stuðla eiga að frumkvæði, sjálfstæðri, skapandi og gagnrýninni hugsun, aðlögunarhæfni og siðviti til að taka ákvarðanir í síbreytilegum veruleika.

Seinni viðfangsefnin, undir heitinu samfélag, umhverfi, náttúra og menning, bjóða upp á meiri sveigjanleika í útfærslum skóla. Hér gefst þeim kostur á að taka inn efni sem snýr meira að sérstöðu, áherslum í skólastarfi, hugmyndafræði, staðháttum og dægurmálum sem upp koma hverju sinni og leita á nemendur og kennara. Hér er um viðfangsefni að ræða sem oft og tíðum er sótt í nánasta umhverfi nemandans og hann þarf að glíma við í daglegu lífi. Má hér einnig nefna fíknivarnir og náms- og starfsval að loknum grunnskóla. Í annan stað er um að ræða markmið er skólum ber að sinna lögum samkvæmt eða vegna innlendra eða alþjóðlegra skuldbindinga. Stofnanir utan skólakerfisins hafa einnig ákveðnar skyldur gagnvart þessu efni í skólastarfi.

Í námskránni eru lokamarkmið beggja viðfangsefna að fullu útfærð. Þau eiga að gefa heildarmynd af því sem stefnt er að með lífsleikni í grunnskólum. Þau skýra almennan tilgang náms og lýsa því sem skólar eiga að stefna að og því sem nemendur eiga að hafa tileinkað sér að loknu lögbundnu skyldunámi.

Áfangamarkmiðin eru að fullu útfærð fyrir viðfangsefni sem falla undir sjálfsþekkingu, samskipti, sköpun og lífsstíl sem mynda kjarna greinarinnar og meginviðmið. Áfangamarkmiðin gefa þannig heildarmynd af því sem ætlast er til að nemendur hafi almennt tileinkað sér við lok áfanganna.

Skólar hafa meira frjálsræði við að útfæra viðfangsefnin sem falla undir samfélag, umhverfi, náttúru og menningu og bæta við markmiðum til að skapa sveigjanleika til að laga greinina að þörfum sínum og aðstæðum. Í aðalnámskrá eru einkum sett fram námsmarkmið námsþátta sem falla utan hefðbundinna námsgreina en er mikilvægt að skólar sinni. Með þessum hætti er verið að leitast við að fella þá saman á heildstæðan hátt innan ramma greinarinnar.

Þrepamarkmiðin eru að sama skapi eingöngu að fullu útfærð fyrir sjálfsþekkingu, samskipti, sköpun og lífsstíl. Þrepamarkmiðin eru safn markmiða/viðfangsefna til að ná áfangamarkmiðum. Þau eiga að lýsa skipulagi, samfellu og stígandi í náminu og sýna hvernig unnt er að útfæra áfangamarkmiðin nánar. Þau eru sett fram til leiðsagnar kennurum, foreldrum og nemendum. Skóli getur ákveðið að raða þrepamarkmiðum með öðrum hætti og birta það skipulag í skólanámskrá.

Sem fyrr eru þrepamarkmið fyrir samfélag, umhverfi, náttúru og menningu fyrst og fremst útfærð fyrir námsþætti sem falla utan hefðbundinna námsgreina en skólum eftirlátið að útfæra nánar samkvæmt lokamarkmiðum og stefnu og áherslum skólans.

Við útfærslu greinarinnar lífsleikni er mikilvægt að hafa í huga að aðrar námsgreinar grunnskóla fela í sér lífsleikni. Þær eiga að stuðla að alhliða þroska nemandans, gera hann meðvitaðan um sögu sína og auka skilning hans á veruleikanum. Með samþættingu viðfangsefna annarra greina við lífsleikni er mögulegt að gefa efninu meiri persónulega dýpt og merkingu en um leið auka margbreytni kjarnaviðfangsefna í lífsleikni. Markmið námsgreina eins og íþrótta líkams- og heilsuræktar, kristinna fræða, trúarbragða og siðfræði, lista, náttúrufræði, samfélagsgreina, upplýsinga- og tæknimennta, stærðfræði, heimilisfræði og íslensku geta því hver með sínum hætti verið samþætt markmiðum lífsleikni. Eðlilegt er að slík útfærsla sé sett fram í lífsleikniáætlun skóla enda liður í stefnumótun hvers skóla að laga greinina að stefnu sinni og sérstöðu.

Námsmat
Námsmat í lífsleikni verður að byggjast á fjölbreytilegum matsaðferðum. Umfjöllunarefni eru oft mjög huglæg og því erfitt að meta þau á hefðbundinn hátt. Mögulegt er þó að meta þekkingaratriði með skriflegum eða munnlegum prófum.

Með sjálfsmati nemanda geta kennari, nemandi og foreldrar hans fylgst með framvindu og námsárangri.

Hægt er að láta nemendur halda til haga verkefnum í sýnismöppu sem kennari gefur umsögn um og nemandi getur tekið með sér ef hann skiptir um skóla.

Í tengslum við þemavinnu er hægt að setja upp sýningar á veraldarvefnum eða í skólanum fyrir aðra nemendur, foreldra og aðra vandamenn og veita verkum nemenda umsögn.
 

Lokamarkmið lífsleikni í grunnskóla

Sjálfsþekking, samskipti, sköpun og lífsstíll
Nemandi

Samfélag, umhverfi, náttúra og menning
Nemandi Áfangamarkmið við lok 4. bekkjar í lífsleikni

Sjálfsþekking, samskipti, sköpun og lífsstíll
Nemandi á að

Samfélag, umhverfi, náttúra og menning
Nemandi á að  
Þrepamarkmið 4. bekkjar
 
Sjálfsþekking, samskipti, sköpun og lífsstíll
Nemandi Samfélag, umhverfi, náttúra og menning
Nemandi  
Áfangamarkmið við lok 7. bekkjar í lífsleikni

Sjálfsþekking, samskipti, sköpun og lífsstíll
Nemandi á að

Samfélag, umhverfi, náttúra og menning
Nemandi á að  
Þrepamarkmið 5. bekkjar

Sjálfsþekking, samskipti, sköpun og lífsstíll
Nemandi

Samfélag, umhverfi, náttúra og menning
Nemandi  
Þrepamarkmið 6. bekkjar

Sjálfsþekking, samskipti, sköpun og lífsstíll
Nemandi

Samfélag, umhverfi, náttúra og menning
Nemandi  
Þrepamarkmið 7. bekkjar

Sjálfsþekking, samskipti, sköpun og lífsstíll
Nemandi

Samfélag, umhverfi, náttúra og menning
Nemandi Áfangamarkmið við lok 10. bekkjar í lífsleikni
Sjálfsþekking, samskipti, sköpun og lífsstíll
Nemandi á að Samfélag, umhverfi, náttúra og menning
Nemandi á að  
Þrepamarkmið 8. bekkjar

Sjálfsþekking, samskipti, sköpun og lífsstíll
Nemandi

Samfélag, umhverfi, náttúra og menning
Nemandi  
Þrepamarkmið 9. bekkjar

Sjálfsþekking, samskipti, sköpun og lífsstíll
Nemandi

Samfélag, umhverfi, náttúra og menning
Nemandi  
Þrepamarkmið 10. bekkjar
 
Sjálfsþekking, samskipti, sköpun og lífsstíll
Nemandi Samfélag, umhverfi, náttúra og menning
Nemandi