[Til baka]

Aðalnámskrá grunnskóla
LEIKRÆN TJÁNING

Inngangur

Frá unga aldri nota börn ímyndunarleikinn til að rannsaka, skipuleggja og skilja sig og umhverfi sitt. Leikræn tjáning byggist á þessu náttúrulega ferli. Hún byggist á munnlegri og líkamlegri tjáningu, stuðlar að auknum orðaforða og hugtakaskilningi og eflir sjálfsvitund og félagsþroska nemenda. Leiklist/leikræn tjáning sækir næringu sína í lífið. Hún er um félagsleg málefni, sögulega viðburði, goðsögur og ævintýri, hugmyndir, sambönd og afstöðu. Aðferðir greinarinnar má nota til að rannsaka mannleg samskipti jafnt sem hugmyndir eða rúmfræðileg (geómetrísk) form.

Sérstaða leikrænnar tjáningar er: hlutverkaleikurinn og persónusköpunin. Nemendur læra að setja sig í spor annarra og takast á við ímyndaðar aðstæður. Skilningur og nám á sér stað vegna þeirrar kröfu sem þessar aðstæður gera til þátttakenda. Með leikrænni tjáningu öðlast nemandinn aukinn sjálfsskilning og bætt sjálfsmat. Hinar sértæku aðferðir greinarinnar auðvelda honum að yfirvinna tilfinningalegar og líkamlegar hömlur og þróa sjálfstraust í daglegum samskiptum. Í leiklist og leikrænni tjáningu taka nemendur þátt í skipulagðri og markvissri samvinnu sem eflir félagsþroska.

Í þessari námskrá verður gerður greinarmunur á hugtökunum „leikræn tjáning" og „leiklist". Í leiklist er stefnt markvisst að sýningu fyrir áhorfendur en í leikrænni tjáningu er reynsla þátttakenda meginmarkmiðið. Eigi að síður er byggt á sömu grunnhugmynd, að setja sig í spor annarra.
 

Leikræn tjáning sem þverfagleg grein: Yfirlit

íslenska samfélagsfræði saga/landafræði/kristin fræði erlend tungumál

Viðfangsefni leikrænnar tjáningar

náttúrufræði/stærðfræði íþróttir

Viðfangsefni leikrænnar tjáningar

myndlist og textíll/tæknigr. tónlist

Nám og kennsla

Leikrænni tjáningu/leiklist er ekki ætlaður ákveðinn tími á viðmiðunarskrá grunnskólans. Greinin er þverfagleg og er ætlað að samþætta uppeldis- og menntamarkmið eins og þau eru sett fram í 2. grein grunnskólalaga.

Greinin getur tengst skólastarfi á þrjá vegu

Við skipulagningu námsins skal hafa eftirfarandi atriði að leiðarljósi Allir grunnskólanemendur eiga að fá tækifæri til að vinna með aðferðir leikrænnar tjáningar í almennu skólastarfi, bæði í verkefnum sem byggjast á námsefni og eins verkefnum sem hafa það markmið að byggja upp sjálfsmynd nemenda og þjálfa þá í lífsleikni. Allir nemendur á yngsta stigi og miðstigi fái þjálfun í leikrænni tjáningu og skólar geta boðið upp á leiklist sem námsgrein í vali á unglingastigi.
 

Námsmat

Þegar leikræn tjáning er hluti af almennu námi er gerð krafa til þess að sýna megi fram á mælanlega þróun á hæfni einstaklinga til að tjá sig, koma skoðunum sínum á framfæri og túlka niðurstöður á frambærilegan hátt. Meta skal þennan túlkunarþátt jafnmarkvisst og aðra þætti, með sjálfsmati, kennaramati og jafningjamati. Hver skóli verður að samræma mat á þessum þætti við annað mat sem skólinn lætur frá sér fara. Gengið er út frá því að bekkjarkennari á yngsta stigi og á miðstigi haldi utan um matsþáttinn og á unglingastigi sá kennari sem hefur mest með nemendur að gera. Ákveðnir viðmiðunarstuðlar og færniþættir eru í tengslum við sköpun, túlkun og tjáningu sem nemendur eiga að hafa náð eftir hvern áfanga og við lok grunnskóla en skynjun, greiningu og mat getur verið flókið að meta. Þó má fá nemendur til að taka afstöðu og rökstyðja skoðanir sínar á leikverkum, kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Hér eins og í öllu skólastarfi verður að gera þeim ljóst til hvers er ætlast og hvað og hvernig á að meta. Nemendur eru mjög viðkvæmir fyrir gagnrýni. Því getur mat stundum verið of ógnandi til að þjóna tilætluðum árangri en í leikrænni tjáningu eins og í öðrum greinum er æskilegt að nemendur fái jafnóðum hvatningu og vitneskju um árangur. Endurgjöf til nemenda getur farið fram á ýmsum stigum og þannig stuðlað að því að þeir geri sér betur grein fyrir verkefninu.

Kennurum ber að meta

Matið er innbyggt í vinnuferlið hvort sem verið er að meta aðra þætti sem settir eru fram með aðferðum leikrænnar tjáningar eða sköpunarþáttinn, túlkunina og tjáninguna. Kennari gerir gátlista þar sem hann merkir jafnóðum við þessa þætti. Hann metur niðurstöður nemenda og flutning á þeim. Ef ferlið tekur eina til tvær kennslustundir ber kennara að fylgjast með nokkrum nemendum í einu og sjá hvernig þeim tekst að ná settum markmiðum.

Dæmi:

Kennari metur nemendur bæði sem einstaklinga og hluta af hópnum. Hann metur hvernig nemandinn hlustar á aðra hópa og hvernig hann sem áhorfandi metur hvernig til hefur tekist. Nemendur meta eigið framlag: eigið verkefni, sjálfa sig sem hluta af hópi og nemendahópar meta sameiginlega vinnuna innan hópsins. Flestar matsaðferðir í leikrænni tjáningu eiga við á öllum stigum grunnskólans.

Kennari safnar upplýsingum og gögnum til að meta:

[Til baka]

EAN 1999