[Til baka]

Aðalnámskrá grunnskóla

Unglingastig

Á þessu stigi er áhersla lögð á sjálfstæða vinnu nemenda á grundvelli fyrra náms. Textílmennt er skyldunámsgrein í 8. bekk en í 9. og 10. bekk er um valgrein að ræða. Mælt er með að nemendum í 9. og 10. bekk standi til boða textílnám sem stefnir einkum að meðvitaðri notkun textíla til sjálfstæðrar vinnu, hönnunar og nýsköpunar. Lagt er til að í 9. og 10. bekk verði sértækt val í takt við tímann innan inntaksflokksins lögmála og aðferða, t.d. þæfing, tóvinna, textílþrykk o.s.frv., eftir mismunandi forsendum einstakra skóla. Áfangamarkmið unglingastigs fela í sér kröfur til þeirra nemenda sem velja sér valgreinina textílmennt.
 

Áfangamarkmið í textílmennt við lok 10. Bekkjar

Nemandi á að
Lögmál og aðferðir Sögulegt og félagslegt samhengi Fagurfræðiog rýni [Til baka]

EAN 1999