[Til baka]

Aðalnámskrá grunnskóla
TÓNMENNT

Inngangur

Tónlist hefur á öllum tímum í öllum samfélögum verið samofin lífi og starfi manna. Í gleði og í sorg, við vinnu heima og heiman, í átökum og í friði, til örvunar, sefjunar og hvíldar, alls staðar er tónlistin. Hún hefur upphafið andann, sameinað, varðveitt söguna og útskýrt það sem orð fá ekki sagt. Ekkert svið mannlegrar tilveru er án tónlistar.

Skólinn er samfélag og tónlistin á að hafa þar sama hlutverk og í þjóðfélaginu í heild sinni. Tónlist í grunnskóla á ekki einungis að vera í höndum tónmenntarkennarans, tónlistaruppeldi er allra: foreldra, bekkjarkennara, tónlistarskóla, skólastjóra og yfirvalda. Það er mjög nauðsynlegt að tónmenntin sé ekki slitin úr tengslum við heildarstarf skólans og samfélagsins. Tónmenntarnámsgreinin hefur margþætt tengsl við allar greinar því tónlist er samofin flestu því sem menn taka sér fyrir hendur.

Tónlist er sérstakur þáttur í mannlegri greind sem hægt er að þroska með markvissri kennslu og þjálfun. Fyrir menntun hvers einstaklings hefur tónmenntarkennsla víðtækt gildi sem felst í því að efla alhliða þroska nemandans. Tónlistariðkun krefst líkamsþjálfunar, skapandi og rökréttrar hugsunar og agaðra og skipulegra vinnubragða. Tónlistariðkunin hefur yfirfærslugildi á aðra hæfni og þekkingu, svo sem samhæfingu hugar og handar, lestrarþjálfun, málþroska, formskynjun, samvinnu og samlíðan, félagsmótun, hlutfallaskynjun, sögu og samfélagsskilning.

Að lokum ber að nefna að tónlist er mikilvæg atvinnugrein í nútímaþjóðfélagi. Tónlistarfræðsla í grunnskólum er liður í menntun þeirra nemenda sem síðar meir kynnu að leggja stund á þessa grein til frekara náms og starfs.
 
 

Nám og kennsla

Áhugi nemandans sjálfs er ein mikilvægasta forsenda fyrir árangursríku námi. Í tónmennt er það því eitt af viðfangsefnunum að vekja áhuga, vekja með nemandanum jákvæða afstöðu til tónlistar og tónlistariðkunar og þroska jafnframt hæfni hans til að njóta tónlistar og gera sér grein fyrir gildi hennar fyrir einstaklinginn og samfélagið.

Að iðka tónlist og njóta hennar felur í sér ákveðin ferli

Í námskránni er gengið út frá fyrstu fjórum færniþáttunum, en ferlin hlustun og sköpun verða samofin þeim. Hlustun er rauður þráður í öllu tónlistarnámi og engin tónlistarvinna fer fram án virkrar hlustunar.

Námskrá í tónlist er byggð á þeirri skilgreiningu að nemandinn framkvæmir og ígrundar. Með þessu er leitast við að tryggja að kenndir séu og þjálfaðir allir þættir námsgreinarinnar; færni, þekking og skilningur.

Námskrá í tónmennt er miðuð við það að nemandinn fái að jafnaði tvo tónmenntatíma á viku.

Inntak námsgreinarinnar er flokkað í

*Sjá skilgreiningar á frum- og efnisþáttum á bls. ?.
*Skilgreiningar:
  Frumþættir vísa til eðlis hljóða og tóna, þ.e. hráefnis tónlistarinnar Efnisþættir vísa til efniviðarsem má greina í tónlist (hér er átt við notkun frumþátta til að mynda tiltekna tónlist eða tónlistarstíl)
Tónhæð: hljóð eru mismunandi há eða lág hreyfing tónhæða, tónbil, laglína, tónmynstur og hendingar, tónstigar, tóntegundir, tónaröð, þrástef, laggerð
Tónlengd: hljóð eru mismunandi löng tónlengd, púls, hraði, hrynur, áhersla, taktur, taktskipti, fjöltaktur
Hljómar: hljóð hljómar eitt sér eða með öðrum einn tónn/fleiri en einn tónn, hljómar, fjölröddun, tónklasar
Tónblær: hljóð hefur blæ sem ákvarðast af hljóðgjafanum, lögun hans, stærð og framköllun hljóðsins mismunandi hljóðgjafar, tónmyndun, raddir og raddsvið, notkun efniviðar í efnisgerð ásamt hljóðbeitingu og blæbrigðamótun
Tónstyrkur: hljóð eru missterk sterkt/veikt, vaxandi/dvínandi
Form: hljóð byrja og enda form, hendingar, frumstef, endurtekningar, andstæður, úrvinnsla, formgerð (sónata, fúga)
Hljómburður og rými: hljóð hljóma mismunandi eftir umhverfi hljómburður, rými, bergmál, antifónía (víxlsöngur), víðóma
Túlkun: hljóð hljóma mismunandi eftir leikmáta tón- og hendingamótun, staccato, legato, pizzicato, öndun
 

Námsmat

Í námskránni er lögð áhersla á að nemandinn skapi tónlist, túlki hana, leiki og tjái annars vegar og hins vegar skynji tónlist, greini hana og meti. Nauðsynlegt er að námsmat endurspegli þessar áherslur og fari fram á sem flestum sviðum með víðtækum viðfangsefnum sem reyna á margs konar virkni. Mat á tónsköpun nemanda er, eins og allt mat á listrænni færni, fjölþætt og getur verið flókið mál. Hægt er að meta tónverk út frá því hvernig til hefur tekist við að nota efnisþættina til að móta heildstætt verk. Hvernig hefur tekist að skipuleggja hugmyndir, ná jafnvægi, hápunkti, búa til stemningu og stíl? Jafnframt þarf að taka tillit til þess að hvert tónverk skapar sínar eigin forsendur og því verða viðmið að vera sveigjanleg. Þegar meta þarf frumleika er varað við því að líta á eftirlíkingar sem galla, það er meðferðin á eftirlíkingum sem meta þarf. Það er eðlilegur þáttur í skapandi ferli hvers og eins að líkja eftir. Bæði sköpunargáfa og hugmyndaflug eru háð reynslu, þekkingu og færni.

Metið skal eftir markmiðum
Matið er innbyggt í vinnuferlið. Kennari gerir gátlista og metur jafnóðum framlag nemenda. Nemendur meta eigið verkefni og sjálfa sig sem hluta af hópi.

Kennarar geta nýtt sér ýmsar aðferðir við gagnasöfnun. Eftirfarandi eru dæmi um söfnun upplýsinga um stöðu nemenda, færni þeirra, þekkingu og skilning.

Dæmi um námsmatsverkefni á yngsta stigi


Dæmi um námsmatsverkefni á miðstigi


Dæmi um námsmatsverkefni á unglingastigi

[Til baka]

EAN 1999