[Til baka]

Aðalnámskrá grunnskóla

Almennt um tónmenntakennslu í 9. og 10. Bekk

Í 9. og 10. bekk er gert ráð fyrir að tónmennt sé val. Ekkert mælir gegn því að 9. og 10. bekkingar séu saman í tónmennt. Námstilboð geta verið mjög breytileg eftir skólum og á milli ára. Einnig er hugsanlegt að nemendum standi til boða tónmenntarkennsla í samþættingu við aðrar greinar (t.d. landafræði/tónlist, eðlisfræði/tónlist, tölvur/tónlist). Tónmennt fjallar alltaf um það sama, það er verið að kenna tónlist og um tónlist í gegnum tónlist. Alltaf er verið að vinna með frumþætti tónlistarinnar og næmi nemandans fyrir þeim. Hraði, hrynur, blær, styrkur og form eru viðfangsefni sem aldrei verða fulllærð heldur þarf alltaf að vinna með þau á krefjandi hátt eftir aldri og þroska nemandans. Þegar valdar eru aðferðir og leiðir þurfa markmiðin að vera ljós. Hér fara á eftir nokkrar hugmyndir að möguleikum á námstilboðum fyrir valgreinina tónmennt.

Nemandi

[Til baka]

EAN 1999