[Til baka]

Aðalnámskrá grunnskóla

Þrepamarkmið í sögu, 5. bekkur

Frá fornöld til kristnitöku
Í sögu í 4. bekk var skyggnst inn í heim fornaldar og nú er þráðurinn spunninn áfram og litast um í hinu víðfeðma Rómaveldi. Þar er sjónum beint að nýjum þræði sem er kristinn siður, upprunninn meðal Gyðinga og mótaður af menningu Grikkja og Rómverja. Eftir daga Rómaveldis er fetað í fótspor víkinga á norðurslóð, fylgst með hvernig leið þeirra lá til Íslands og sögur spunnust af landnámi þeirra á þessari norðlægu eyju. Kristnin sunnan frá Miðjarðarhafinu kemur í kjölfar þeirra og sögu á þessu námsári lýkur þegar Íslendingar játast hinum nýja sið á Alþingi.

Áherslan í þessum efnisþáttum er síður á formlegar stofnanir, ríki og stjórnmál; frekar á mannlíf og menningu, lífsbjörg og siði. Til þess henta frásagnaraðferðir, skapandi vinnubrögð af ýmsu tagi og upplýsingatækni. Námsmat verður að taka mið af þessu. Samþættingarkostir eru einkum við kristin fræði og myndlist.

Nemandi
Róm og kristni

Víkingar í norðri Frá landnámi til kristni Rýni [Til baka]

EAN 1999