[Til baka]

Aðalnámskrá grunnskóla

Þrepamarkmið í sögu, 6. bekkur

Miðaldir; um 1000-1550
Með kristnitöku er Ísland komið í fastari tengsl við miðaldaþjóðfélag í Evrópu. Miðaldir er hugtak sem mikið er notað og er látið ná yfir tímabilið til um 1500 eða 1550 ef miðað er við siðbreytingu á Íslandi. Hér er ætlunin að nemendur kynnist fjölbreytilegum þáttum mannlífs og menningar á tímabilinu og komist í kynni við nokkra einstaklinga. Snorri Sturluson er einn þeirra og er hann hér hafður sem lykill að samtíma sínum á Íslandi. Til þess hentar hann á margan veg, ekki síst vegna þess að miklar heimildir eru til um hann og eftir hann. Hann var þátttakandi í stjórnmálum samtímans og tengdist konungshirð í Noregi. Ævi hans vekur spurningar um hlutskipti barna og kvenna, höfðingja og kotunga, um fátækt og ríkidæmi, frið og ófrið. Skrif Snorra og líf spannar vítt svið íslensks miðaldasamfélags og opnar sýn til fornmenntaheims í Evrópu. Þaðan er skyggnst inn í fjölbreytni mannlífs víða um heim og hugað að samskiptum og tengslum milli þjóða og menningarheilda. Lok miðalda eru að venju sett þar sem Evrópumenn sigla yfir heimshöfin og álfurnar tengjast með afdrifaríkum hætti.

Efnið er umfangsmikið en úr hverjum kafla má velja eftir þeim gögnum, kunnáttu og áhuga sem fyrir hendi er á hverjum stað. Ýmsum kennsluaðferðum er hægt að beita, t.d. hentar efnið vel til verkefnavinnu af ýmsu tagi þar sem hægt er að skyggnast í frumheimildir. Myndsköpun og leikræn tilþrif eiga vel heima þegar nemendur koma efninu á framfæri.

Samþættingarkostir: Einkum íslenska og landafræði.
Nemandi
Íslenskur miðaldahöfðingi

Miðaldamannlíf á Íslandi Svipmyndir, þversnið Heimsálfur tengjast Rýni [Til baka]

EAN 1999