[Til baka]

Aðalnámskrá grunnskóla

Þrepamarkmið í sögu, 7. bekkur

Um 1550-1800, auk langsniða
Á tímabilinu, sem hér er einkum fjallað um, voru böndin sterkust við Danmörku þegar litið er til Íslandssögunnar. Á þeim tíma skiptust Norðurlönd í tvö ríki sem létu til sín taka í Norður-Evrópu og áttu einnig í átökum sín á milli. Hér eru könnuð tengslin við norrænar grannþjóðir en einnig við aðra nágranna, íbúa Bretlandseyja. Í þessu skyni er litið út fyrir tímabilið, bæði aftur og fram, allt frá upphafi Íslandsbyggðar til þorskastríða á 20. öld. Á tímaskeiðinu sjálfu gengur siðbreyting í garð á Norðurlöndum og festir sig í sessi með líkari hætti en annars staðar gerðist í Evrópu en þó með sínu lagi í hverju landi.

Efnið fjallar um stöðu Íslands í heiminum og er því sígilt um tengsl við nágrannalönd fyrr og síðar, um trúarlíf og trúarviðhorf, um stríð og frið og almennt um _vanda þess og vegsemd" að búa á Íslandi. Það hentar því vel til samþættingar og tengsla við aðrar námsgreinar, ekki síst landafræði, dönsku og ensku.

Nemandi
Norðurlönd

Bretlandseyjar Um víða veröld Rýni [Til baka]

EAN 1999