[Til baka]

Aðalnámskrá grunnskóla

Þrepamarkmið í sögu, 8. bekkur

Um 1750-1900
Í 8. bekk eru flestir nemendur á fermingaraldri. Ferming eða ámóta athöfn er og hefur verið viðhöfð í flestum samfélögum og er látin marka skil. Þetta er verkefni fyrsta námsþáttarins fermingin og hlutskipti ungs fólks á tímabilinu, með möguleika á samanburði við nútíma og milli menningarsvæða. Tímabilið, sem hér er á dagskrá, er skeið sjálfstæðisbaráttu á Íslandi. Jón Sigurðsson gegndi lykilhlutverki í henni og nafn hans er löngu táknrænt og alþekkt. Hann leiðir því nemandann inn í heim 19. aldar og þær hugmyndir og miklu breytingar sem þar eru í deiglunni. Loks gefst tækifæri til að velja sér ýmsa menningarþætti til nánari skoðunar undir fyrirsögninni sál og líkami. Þar er fjallað um verkmenningu, heilbrigði, menntamál, listir og skemmtun.

Fyrsti efnisþátturinn snertir fermingarfræðslu sem margir nemendur fá á þessu ári og ætti að vera til gagnkvæms stuðnings. Síðasta efnisþáttinn má samþætta eða tengja við listgreinar, íslensku og heimilisfræði.

Nemandi
Ferming og fullorðinsár

Heimur Sál og líkami; valdir menningarþættir, þversnið/ langsnið Rýni [Til baka]

EAN 1999