[Til baka]

Aðalnámskrá grunnskóla

Þrepamarkmið í sögu, 9. bekkur

Tuttugasta öld
Úr sögu tuttugustu aldar eru valdir nokkrir áhugaverðir efnisþættir og sjónarhorn. Fyrst er litast um í byrjun aldar á Íslandi og spurt hvaða kostir voru fyrir hendi. Sagan getur öðlast meiri merkingu ef spurt er hvernig öðruvísi hefði getað farið. Seinni heimsstyrjöldin var afdrifarík hér á landi sem annars staðar og nærtækt að fjalla um ólíka þætti hennar. Nærtækt er einnig fyrir þennan aldurshóp að skoða það sem nefnt hefur verið unglingamenning til að átta sig betur á stöðu sinni. Flókin tækni er þáttur af menningu unglinga og tæknin hefur skapað þeim nýjar leiðir til að tjá veru sína og vitund. Þessi _tjáningartækni" segir sögu tuttugustu aldar á sinn hátt. Íslenska lýðveldið heyrir að mestu til seinni hluta aldarinnar en á æviskeiði þess hafa orðið stórir atburðir sem bent er á hér og hægt er að velja til að skoða og fylgja eftir.

Efnið er viðamikið en ætlast er til að valin séu markmið innan hvers efnisþáttar. Einnig kemur til greina að velja milli efnisþátta, t.d. milli tækni og tjáningar og unglingamenningar eftirstríðsáranna. Sömuleiðis er möguleiki að flétta saman umfjöllun um stríðsárin, bæði á Íslandi og erlendis.

Nemandi
Ísland í aldarbyrjun; hvaða leið?

Þjóðir í stríði Stríðsárin á Íslandi Tækni og tjáning,

þversnið/ langsnið

Unglingamenning eftirstríðsáranna- leiti svara við spurningunni um hvort unglingar hafi orðið afmarkaður þjóðfélagshópur eftir stríð Samstaða og átakalínur í landsmálum, þversnið/ langsnið Rýni [Til baka]

EAN 1999