[Til baka]

Aðalnámskrá grunnskóla

Áfangamarkmið í nýsköpun og hagnýtingu þekkingar við lok 7. Bekkjar

Nemandi á að
Upplýsinga- og tæknilæsi Hugmynd, lausn, afurð Hugmyndavinna
 • hafa leitað að þörfum eða vandamálum í nánasta umhverfi sínu
 • geta unnið eftir ferlinu þörf lausn afurð
 • sýna frumkvæði í hugmyndavinnu í hóp og virðingu fyrir hugmyndum annarra
 • hafa lært að lýsa hugmyndum sínum um lausnir á vandamálum með skýringarmyndum og töflum og með aðstoð ýmissa tölvuforrita
 • átta sig á takmörkunum og möguleikum upplýsinga- og samskiptatækni og geta nýtt sér þá þekkingu í framleiðslu
 • geta unnið efitr hönnunarferli með áherslu á útfærslu og virkni
 • Framkvæmd og útfærsla
 • geta unnið í hóp eftir verkaskiptri áætlun þar sem allur bekkurinn starfar saman að því að búa til umhverfi, hlut eða kerfi
 • geta unnið eftir tímaáætlun og verklýsingu
 • hafa fengið þjálfun í að vinna í hópvinnukerfi á tölvum (m.a. netleikjum) og í vinnu gegnum tölvunet að samstarfsverkefnum við aðila utan skólans
 • hafa tekið þátt í alþjóðlegu samstarfsverkefni sem felst í því að vinna saman að einhverju markmiði, safna gögnum eða búa til hlut, umhverfi eða kerfi
 • hafa tekið þátt í hópvinnu við að hanna sýndarumhverfi (þjóðfélag, verslun, framleiðsla, þjónusta) og hafa prófað hvernig það virkar
 • Söfnun upplýsinga, þekkingarleit
 • hafa fengið þjálfun í að leita til sérfræðinga utan skólans gegnum tölvusamskipti
 • hafa unnið að upplýsingasöfnun og úrvinnslu upplýsinga um atvinnufyrirtæki eða atvinnugrein
 • hafa unnið að upplýsingasöfnun og úrvinnslu upplýsinga sem tengjast menningu og listum og flutt þær upplýsingar yfir á tæknimiðla
 • Hagkvæmni, skipulag, tímastjórnun og kynning
 • geta nýtt sér kostnaðaráætlun
 • geta nýtt sér tímaáætlun
 • geta lesið úr skýringarmynd eða töflu þar sem verkefni hefur verið greint niður í verkþætti
 • geta skilgreint markhóp fyrir vöru, þjónustu eða aðferð
 • geta rætt gildi afurðar fyrir samfélagið
 • gera sér grein fyrir eftirspurn og sölumöguleikum á vöru/þjónustu/aðferð
 • geta auglýst afurð og lýst eiginleikum hennar fyrir væntanlegum notendum
 • Einstaklingur, tækni og umhverfi [Til baka]

  EAN 1999