[Til baka]

Aðalnámskrá grunnskóla

Áfangamarkmið í nýsköpun og hagnýtingu þekkingar við lok 10. Bekkjar

Nemandi á að
Upplýsinga- og tæknilæsi Hugmynd, lausn, afurð Hugmyndavinna
 • sýna frumkvæði í að leita að þörfum eða vandamálum í nánasta umhverfi sínu
 • geta á sjálfstæðan hátt unnið skipulega eftir ferlinu þörf lausn afurð
 • geta skilgreint meginhugmynd
 • geta unnið eftir hönnunarferli þar sem gengið er út frá ákveðinni meginhugmynd
 • geta unnið eftir hönnunarferli með áherslu á útfærslu og virkni
 • geta lýst hugmyndum sínum um lausnir á vandamálum með skýringarmyndum og töflum, með aðstoð viðeigandi tölvuforrita og geta notað tölvutækni til að búa til og prófa líkön eða frumgerðir
 • geta metið, prófað og rannsakað eigin verk
 • geta nýtt sér strauma og stefnur í menningu og þjóðlífi í hugmyndir og lausnir á eigin verkefnum
 • skilja takmarkanir og möguleika tölvustýringar, fjarvinnslu og sjálfvirkni og geta unnið með hugmyndir um slíka framleiðslu
 • hafa þjálfun í hugmyndavinnu í hóp og hafa lært að virða hugmyndir annarra
 • Framkvæmd og útfærsla hugmynda í hóp
 • geta á sjálfstæðan hátt unnið í hóp eftir verkaskiptri áætlun þar sem hópur starfar saman að því að búa til umhverfi, hlut eða kerfi
 • geta unnið á sjálfstæðan hátt eftir tímaáætlun og verklýsingu
 • hafa fengið þjálfun í að vinna í ýmsum hópvinnukerfum á tölvum, m.a. tölvuleikjum á neti
 • hafa unnið gegnum tölvunet að samstarfsverkefnum við aðila utan skólans
 • hafa fengið þjálfun í að leita til sérfræðinga og afla viðbótarþekkingar utan skólans og nánasta umhverfis gegnum tölvusamskipti
 • hafa tekið þátt í alþjóðlegu samstarfsverkefni sem felst í því að vinna saman að einhverju markmiði, safna gögnum eða búa til hlut, umhverfi eða kerfi
 • hafa tekið þátt í hópvinnu við að hanna sýndarumhverfi, s.s. þjóðfélag, framleiðslukerfi, verslun eða þjónustu og prófað hvernig það virkar
 • Öflun upplýsinga og framsetning þekkingar
 • hafa unnið að upplýsingasöfnun og úrvinnslu upplýsinga um atvinnufyrirtæki eða atvinnugrein, dregið þær upplýsingar saman og flutt yfir á tæknimiðla
 • hafa unnið að upplýsingasöfnun og úrvinnslu upplýsinga sem tengjast menningu og listum, dregið þær saman og flutt yfir á tæknimiðla
 • Hagkvæmni, skipulag, tímastjórnun og framleiðsla
 • geta gert kostnaðaráætlun
 • geta skilgreint markhóp fyrir vöru, þjónustu eða aðferð
 • gera sér grein fyrir eftirspurn og sölumöguleikum á vöru/þjónustu/aðferð
 • geta fært rök fyrir gildi afurðar fyrir samfélagið
 • geta sett fram og fylgt tímaáætlun
 • geta greint verkefni niður í verkþætti
 • geta framleitt og dreift fullunninni afurð (vöru, þjónustu eða hugverki)
 • geta auglýst afurðir og gert áætlanir um kynningu
 • geta brugðist strax við og breytt og aðlagað áætlanir ef nýjar aðstæður koma upp
 • hafa fengið þjálfun í að taka ákvarðanir og framkvæma við óvissuskilyrði
 • Einstaklingur, tækni og umhverfi [Til baka]

  EAN 1999