[Til baka]

Aðalnámskrá grunnskóla
HÖNNUN OG SMÍÐI

Inngangur

Nauðsynlegt er að kenna börnum og unglingum hönnun og smíði í grunnskóla í samræmi við kröfur og áherslur á verkmenntun og skapandi starf. Smíðin þroskar verkfærni og verkkunnáttu og gerir nemandann sjálfstæðan í verki. Þannig er smíðin góður undirbúningur undir lífið og frekara nám.

Í hönnun og smíði fær nemandinn þjálfun í að móta hugmyndir í efni með þeirri verktækni og verkþekkingu sem greinin býr yfir. Þetta verklag hvílir á sígildri kunnáttu sem mikilvægt er að hver ný kynslóð nái að tileinka sér. Smíði felur í sér nýtingu efnisheimsins sem hefur aftur mótandi áhrif á umhverfið. Með smíðinni er verið að laga umhverfið að þörfum okkar. Námsgreinin hönnun og smíði er því kjörinn vettvangur til að vekja nemandann til umhugsunar um umhverfi sitt og sýna því alúð í verki.

Sérhver hlutur á upphaf sitt að rekja til hugmyndar. Til að hugmyndin verði að veruleika þarf hugsun, áræði, framtak, þekkingu og færni. Til samans mynda þessir þættir sköpunarferli hlutarins. Smíðakennsla, sem nær yfir allt sköpunarferlið, er heildræn. Afleiðing af heildrænu, skapandi starfi er aukið áræði, framtak, þekking og færni.

Öllum einstaklingum er nauðsyn að geta greint og skilið eðli vinnuferla svo sem notkunar viðeigandi verkfæra, beitingar þeirra og tengsla verkþátta í framvindu verklegrar vinnu. Skilningur og færni í þessum þáttum gerir nemandann hæfari til að skilja eðli vinnunnar og skipuleggja starf sitt. Beiting líkamans við vinnu og tilfinningin fyrir jafnvægispunkti líkama og verkfæris er undirstaða góðs handverks. Áhersla á þennan námsþátt í smíðakennslunni skilar sér í nákvæmara handbragði nemandans og dregur úr líkum á atvinnusjúkdómum síðar á lífsleiðinni sem má rekja til rangrar líkamsbeitingar við vinnu.

Skilningur á því hvernig verk er brotið upp í verkþætti er undirstaða verkskilnings, skipulags og verkaskiptingar. Smíðakennslan er sérstaklega hentug við að þjálfa skilning nemandans á þessum þætti vinnunnar. Með henni er hægt að leggja grunninn að skipulagshæfileikum nemandans sem nýtast munu í námi og starfi síðar á lífsleiðinni.

Handverk er meðal elstu vísinda mannkyns. Það hvílir á árþúsunda þróun og rótgrónum hefðum. Má jafnvel leiða líkum að því að það sé ein elsta námsgrein sögunnar. Smíðakennslan er því ákjósanleg til að opna augu nemandans fyrir samhengi nútíðar, fortíðar og framtíðar. Með henni kemst nemandinn í snertingu við kunnáttu og verkskilning sem er síungur, jafnt nú og á steinöld. Til að auka enn frekar á skilning nemandans á samfellu verkmenningar í nútíð og fortíð þarf að vinna markvisst að uppbyggingu safnafræðslu í smíðakennslu. Þetta má gera með því að útbúa lesefni og verkefni sem byggjast á því að nýta söfn sem uppsprettu verklegra viðfangsefna. Þannig kynnist nemandinn á lifandi hátt verkmenningu þjóðarinnar og getur það orðið honum að uppsprettu nýrra hugmynda í eigin viðfangsefnum.

Hönnunar- og tækniþættir tengjast hæfileika einstaklingsins til að raungera hugmyndir sínar og annarra. Þeir fela í sér tileinkun og notkun á langþróuðum aðferðum mannsins við mótun umhverfis síns. Hönnunar- og tækniþættir sameina hug og hönd, hugsun og framkvæmd. Við framvindu hönnunarinnar á sér stað ákveðið mat innra með einstaklingnum sem þroskar tilfinningu hans fyrir gildi hlutanna. Í þessu innra mati felst menntunargildi sem yfirfærist á stærra samhengi sem er samfélagið sjálft. Í hönnunar- og tækninámi verður nemandinn að tileinka sér ótal þekkingar- og færniþætti sem oft tengjast öðrum námsgreinum og eru grundvöllur þess að hann geti skilið eðli hönnunar og tækni og nýtt sér hana við framkvæmd hugmynda sinna.

Verkefni, sem byggjast á hönnun og tækni, ættu að vera nemendum ögrun til átaka. Lausnir á vandamálum, er tengjast daglegu lífi manna, ættu jafnframt að veita nemandanum ánægju, sjálfstraust og hvetja til frekari átaka í eigin lífi. Vinna af þessu tagi hjálpar einstaklingnum að læra að meta heiminn í kringum sig og gildin í umhverfinu. Hönnunarvinna og smíði hluta hjálpar einstaklingnum einnig að skynja og meta fallega hönnun, handverk, hagnýtingu tækni og að skilja þarfir atvinnulífsins.

Ekki verður séð að dragi úr vægi verklegra starfa í atvinnulífi þjóðarinnar í næstu framtíð. Verkfærni og skilningur, sem byggist á rótgrónum hefðum handverks, er sem fyrr undirstaða að öflugri verkmenningu. Mikilvægt er að tengja þessa hefð, strax á grunnskólastigi, við atvinnuhætti nútímans sem að stórum hluta hvíla á vélatækni, rafmagns- og rafeindatækni, notkun plastefna og fjöldaframleiðslu. Þannig verður smíðaviður og aðferðir nútímans að sjálfsögðu og eðlilegu viðfangsefni smíðanna sem nemandinn getur nýtt sér á skapandi hátt í tómstundum sínum og starfi.

Hönnun og smíði í grunnskóla, þar sem unnið er markvisst að því í framvindu námsins að tengja handverkshefðina við hátækni nútímans, er hvort tveggja í senn: mikilvæg tenging við verkmenntasögu þjóðarinnar og góð undirstaða að virkri þátttöku nemandans í atvinnulífi 21. aldar.
 

Nám og kennsla

Hönnun og smíði hefur fastar kennslustundir á viðmiðunarstundaskrá í 1.-8. bekk. Í 9. og 10. bekk er hún valgrein. Markmiðin, eins og þau eru sett fram í aðalnámskrá, taka þó mið af nemanda sem hefur lagt stund á greinina frá upphafi til loka grunnskóla. Þetta þýðir að lokamarkmið greinarinnar og áfangamarkmið unglingastigs taka mið af nemendum sem hafa tekið einhverja af valgreinum hennar í 9. og 10. bekk.

Áfangamarkmið
Áfangamarkmið greinarinnar skiptast niður í 7 efnisþætti og nokkra undirþætti til að draga fram megináherslur greinarinnar. Þeir eru:


Þrepamarkmið
Þrepamarkmiðin eru með nokkuð öðru sniði en áfangamarkmiðin og fylgja ekki sömu efnisþáttaskiptingu. Þau byggjast á svokölluðum meginhugmyndum. Meginhugmyndir geta verið margvíslegar, hugtök, form, eiginleikar, eðlisþættir eða gildi. Mestu máli skiptir að nemandinn átti sig á meginhugmyndinni og vinni út frá henni. Meginhugmynd breytir einnig gildi þekkingar í framvindu úrvinnslu, hún gefur nemanda tilefni til að afla sér þekkingar í hagnýtum tilgangi fremur en að afla sér hennar án sýnilegs tilgangs.

Gert er ráð fyrir að hver bekkjardeild vinni út frá einni meginhugmynd eða samþættingu tveggja eða fleiri meginhugmynda á einni önn. Á unglingastigi er þó gert ráð fyrir meiri sveigjanleika og mælst til að nemendur vinni í minni hópum út frá meginhugmyndum sem þeir forma sjálfir og skilgreina.

Í aðalnámskrá eru settar fram tillögur að meginhugmyndum til að vinna með á hverju námsþrepi. Skólum er frjálst að víkja af þeirri braut enda sé tryggt að þeir fylgi þeim meginviðmiðum sem eru sett í áfangamarkmiðunum. Miðað er við að nemendur ljúki verkefnum annarinnar með 2-3 kennslustundum á viku.

Þrepamarkmið greinast í fimm efnisþætti:

Taflan hér fyrir neðan sýnir tillögur aðalnámskrár um dreifingu meginhugmynda á námsþrep og framleiðslusvið:
 
Framleiðslusvið
1.b.
2.b.
3.b.
4.b.
5.b.
6.b.
7.b.
8.b.
9.b.
10.b.
Líkanagerð
X
X
(X)
X
(X)
(X)
Framleiðslufrumgerðir
X
Xf
X
(X)
(X)
Högun/mannvirki
X
(Xb)
(X)
(X)
(X)
Vélræn högun/vélgengi
X
(X)
X
(X)
(X)
Rafmagn
(X)
X
X
(X)
(X)
(X)
Fjarvinnsla/stýringar
X
X
(X)
Nytjalist/formhönnun
X
X
X
X
X
X
X
X
X
(X)

Skýring við töflu:
X í reit táknar að mælst er til að viðkomandi framleiðslusvið séu tekin fyrir á viðkomandi námsþrepi. Þannig er t.d. mælst til að nytjalist/formhönnun sé í bakgrunni allra viðfangsefna út grunnskólann. Svigi utan um X merkir að æskilegt sé að samþætta sviðið við meginviðfangsefnið. Á unglingastigi (9. og 10. bekk) er gert ráð fyrir að öll framleiðslusviðin séu val nemenda. (Xb) í 5. bekk merkir að æskilegt sé að fjallað sé um burðarvirki. Xf merkir að framleiðslusviðið sé framleiðslufrumgerð með fjöldaframleiðslu í huga.
 

Námsmat

Hér koma nokkrar hugmyndir um tilhögun námsmats á mismunandi þrepum námsins og er eðlilegt að kennari velji fleiri en eina leið til að meta starfið. Í sumum tilfellum, eins og þegar um sérstakan samning við nemanda er að ræða, er æskilegt að kennarinn gefi skriflega umsögn. Eðlilegt er að hver kennari móti sínar eigin námsmatsaðferðir í samræmi við áherslur skólanámskrár á hverjum stað. Nauðsynlegt er að nemandinn viti hvernig námsmati verði hagað. Nemandi með sérþarfir gerir sérsamning um markmið námsins, kennarinn metur starf nemandans út frá framvindu námsins og hugar að þeim þáttum sem hver og einn þarf að þjálfa sérstaklega.

Þættir sem má hafa í huga við námsmat:

Óformlegar umræður kennara og nemenda þar sem verið er að ræða og meta niðurstöðu einhvers verkþáttar eða afurðar. Tilgangur þessa er fyrst og fremst að þroska innsæi nemenda og auka skilning þeirra á verkefninu. Ekki er lagt til að þetta mat komi til einkunna.

Símat kennara felur í sér að kennari meti, t.d. tvisvar á önn, fjóra þætti í verklagi nemenda:

Ágætt er að nota kvarðann + eða - til að meta þessa þætti. Mælst er til að símatið sé aðgengilegt foreldrum á foreldradegi.

Sjálfsmat nemanda felur í sér að nemandinn meti sjálfur gengi sitt í námi og hvernig honum tekst upp við verkefnin. Ekki er mælst til að sjálfsmatið sé hluti lokaeinkunnar. Tilgangur þess er að þroska innsæi nemandans í verklega og tæknilega þætti verklegra framkvæmda.

Sýnismappa geymir ýmsa þróunarvinnu nemandans við útfærslu hugmynda. Hægt er að meta sýnismöppuna sem hluta af vetrareinkunn.

Formlegt próf við lok annar getur verið skriflegt próf í ýmsum þekkingarþáttum greinarinnar og metið til lokaeinkunnar. Einnig er mögulegt að láta nemendur þreyta verklegt próf við lok annar.

Lokaafurð metin felur í sér mat kennarans á lokaafurðum nemandans og gildir til lokaeinkunnar.

Taflan hér fyrir neðan er tillaga um í hvaða áföngum æskilegt er að tilteknir þættir séu metnir.
 
Matsþáttur
1.-4. bekkur
5.-7. bekkur
8.-10. bekkur
Óformlegar umræður
X
X
X
Símat kennara
X
X
X
Sjálfsmat nemanda  
X
X
Vinnumappa/heimanám
(X)
(X)
X
Formlegt próf  
(X)
X
Lokaafurð metin
X
X
X

Mat í 1.-4. bekk
Nemandi meti afurðir sínar og vinnu í samræðum við samnemendur og kennara. Einnig er mögulegt að hann meti verkefni sín skriflega með foreldrum sínum. Æskilegt er að nemandi safni teikningum af hugmyndum sínum og öðrum gögnum í sýnismöppu og þau verði síðan metin. Kennari metur lokaafurð nemanda.

Mat í 5.-7. bekk
Byggja má námsmat á heimaverkefnum nemanda. Hluti þess getur byggst á sjálfsmati nemanda og símati kennarans. Æskilegt er að nemandinn safni teikningum af hugmyndum sínum og öðrum gögnum í sýnismöppu og þau verði síðan metin. Kennari metur lokaafurð nemanda. Einnig er mögulegt að hafa formlegt próf í lok annar.

Mat í 8.-10. bekk
Áhersla er lögð á að nemandinn geti á sjálfstæðan hátt metið hvaða kröfur eru gerðar til vandvirkni og frágangs afurðar út frá hlutverki hennar. Hluti af matinu getur verið verklegt og skriflegt próf í hönnun, tækni og handverki. Einnig er hægt að byggja hluta af námsmatinu á heimaverkefnum er byggjast á innlögn í skólanum um verkefni sem hannað er heima og gerð er vinnuáætlun um frá upphafi til enda. Nemandinn safni teikningum af hugmyndum sínum og öðrum gögnum í sýnismöppu og þau verði síðan metin. Hluti matsins getur byggst á símati kennarans. Kennarinn metur lokaafurð nemandans.

[Til baka]


EAN 1999