[Til baka]

Aðalnámskrá grunnskóla
Tölvunotkun í grunnskóla

Inngangur

Mikilvægt er að nemendur temji sér þær vinnuaðferðir og þá vinnutilhögun sem tíðkast í samfélaginu á hverjum tíma.

Eitt meginhlutverk grunnskólans er að búa nemendur undir starf í því þjóðfélagi sem þeir munu tilheyra sem fullorðnir einstaklingar. Það er því skylda grunnskólans að horfa fram á veg og reyna eftir megni að sjá fyrir helstu breytingar til þess tíma að nemendur verða fulltíða og bregðast við þeim með því að undirbúa nemendur á viðeigandi hátt.

Beiting upplýsingatækni og tölvunotkun er verklag sem setur svip sinn á allar greinar þjóðlífsins. Það er því nauðsynlegt að slík tækni og slíkar vinnuaðferðir skipi viðeigandi sess í grunnskólanum. Kennsla og nám á öllum námssviðum skólans þarf að taka mið af því.

Það er mikilvægt að kennarar velji leiðir að markmiðum einstakra greina með það í huga að um leið og nemendur öðlist færni og þekkingu á viðkomandi námssviði öðlist þeir einnig reynslu og færni í þeim vinnubrögðum sem best eru hverju sinni.
 

Nám og kennsla

Bæði kynin verða að öðlast trausta þekkingu á tölvum og upplýsingatækni. Sú fræðsla þarf að hefjast strax á yngri stigum grunnskóla til að draga úr þeim kynjamun sem þegar er orðinn umtalsverður í efri bekkjum grunnskóla þar sem stúlkur standa höllum fæti á þessu sviði. Þess vegna þarf að gæta þess að Heppilegt getur verið að para eða setja saman í hópa einstaklinga með svipaða getu til að hindra að þeir reyndari einoki nýtingu á tölvunum.

Þau markmið, sem hér eru sett fram, mynda ekki ramma um eina tiltekna námsgrein heldur er nauðsynlegt að þeim sé fléttað inn í kennslu og nám í öðrum námsgreinum. Þau eru sett fram sem almenn viðmið um þau markmið sem stefnt er að um almennt tölvulæsi nemenda, skólastjórnendum, kennurum, foreldrum og nemendum til leiðsagnar. Í skólanámskrá verði gerð grein fyrir því hvernig skólinn hyggst ná fram þessum markmiðum innan einstakra námsgreina.

Til að skýra yfirlit markmiða er þeim skipt í fjóra meginefnisþætti.

Efnisþættir tölvunotkunar:

[Til baka]

EAN 1999