[Til baka]

Aðalnámskrá grunnskóla
Norska / Sænska

Áfangamarkmið/þrepamarkmið 7. bekkjar

Í upphafi er lögð megináhersla á tal og hlustun í náminu. Athygli nemenda er beint að sameiginlegum og ólíkum atriðum í norsku/sænsku annars vegar og íslensku hins vegar. Nemendur eru hvattir til að halda mállýskum sínum við og gerðir meðvitaðir um þær. Norska/sænska er notuð í kennslustundum. Reynt er að byggja kennslu sem mest á reynslu og þekkingu nemenda sjálfra. Síðar er lögð vaxandi áhersla á lestur og ritun. Nemendur eru hvattir til að koma með bækur og annað efni að heiman og sýna og nota í tímum. Málfræði- og stafsetningarkennsla byggist einkum á því sem nemendur hafa þegar lært í norsku/sænsku.

Sérstök áhersla er lögð á samanburð á menningu og náttúru Íslands og Noregs/Svíþjóðar og gildi þess að eiga rætur í tveimur löndum. Eðlilegur hluti af náminu er að nemendur læri um helstu borgir, fána, þjóðsöngva og þjóðhöfðingja Noregs/Svíþjóðar.

Nemandi

[Til baka]

EAN 1999